„Nikulás 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
eignarfall
Lína 19:
| börn = Olga, Tatiana, Maria, [[Anastasia]], Aleksej
}}
'''Nikulás 2.''' (fæddur [[18. maí]] [[1868]], látinn [[17. júlí]] [[1918]]) var [[Rússakeisari]] af [[Rómanovættin]]ni. Hann var keisari á árunum 1894–1917, og var seinasti keisari Rússa. Á valdatíð hans hnignaði Rússaveldi mjög og hrundi loks í iðu efnahagsvanda, hernaðarósigra og byltinga. Vegna ofsókna gegn gyðingum, ofbeldiofbeldis gegn pólitískum andófsmönnum og hlutdeildhlutdeildar hans í [[Stríð Rússa og Japana|stríðinu við Japani]] kölluðu andstæðingar Nikulásar hann „Nikulás blóðuga“.<ref>Woods, Alan (1999) [http://www.marxist.com/bolshevism-old/part2-4.html "The First Russian Revolution"] in ''Bolshevism: The Road to Revolution by Alan Woods'', Well Red Publications</ref> Sagnfræðingar á tímum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] drógu upp mynd af Nikulási sem veiklunda, óhæfum leiðtoga sem átti sök á fjölda hernaðarósigra og dauða milljóna þegna sinna.<ref>[http://www.bbc.com/news/world-europe-18592372 Tsar Nicholas - exhibits from an execution]. BBC News. Martin Vennard. 27. júní 2012. Sótt 8. ágúst 2017.</ref>
 
Rússland var gersigrað í [[Stríð Rússa og Japana|stríði við Japan]] á árunum 1904–05 og Eystrasaltsflota þess var sökkt í sjóorrustu við Tsushima. Veldið glataði áhrifastöðu sinni í [[Mansjúría|Mansjúríu]] og [[Kórea|Kóreu]]. Rússar gengu á svipuðum tíma í bandalag við Bretland til þess að hafa hemil á tilraunum [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] til að auka áhrif sín í Miðaustrinu. Þar með var endi bundinn á „leikinn mikla“ milli Bretlands og Rússlands.
Lína 36:
===Nikulás og Raspútín===
[[Mynd:1904-1905peterhof.jpg|thumb|left|Nikulás 2. ásamt fjölskyldu sinni.]]
Nikulás 2. varð keisari þann 1. nóvember árið 1894 eftir að faðir hans lést. Faðir hans lést fyrir aldur fram og því var Nikulás illa undirbúinn fyrir starfið. Fyrr sama ár, þann 20. apríl, hafði Nikulás trúlofast [[Alexandra af Hessen|Alexöndru af Hessen]] þrátt fyrir að vera varaður gegnvið ráðahagnum. Þau gengu í hjónaband þann 21. nóvember eftir að hún hafði skipt um trú og gengið í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.<ref name="NF band 19">[http://runeberg.org/nfbs/0557.html Nikolaus II Aleksandrovitj] i Nordisk familjebok (andra upplagan, 1913)</ref> Þau eignuðust fjórar dætur og einn son. Sonurinn [[Aleksej Nikolajevitj]] veiktist snemma af [[dreyrasýki]] sem hann erfði frá móður sinni. Nikulás og kona hans buðu predikaranum og dulspekingnum [[Raspútín|Grígoríj Raspútín]] að hlúa að syni þeirra. Þar sem Aleksej náði nokkrum bata í umsjá Raspútíns varð Raspútín mjög náinn keisarafjölskyldunni og hafði talsverð áhrif á stefnumál þeirra. Alexandra leit á bata Aleksejs sem sönnun fyrir því að Raspútín væri heilagur maður og átti alla ævi eftir að styðja hann og brást öskureið við þegar hann var gagnrýndur.<ref>Massie, Robert K. (1967). ''Nicholas and Alexandra''.</ref>
 
===Stríðið við Japani og byltingin 1905===