Munur á milli breytinga „Vín (Austurríki)“

=== Stríðsárin ===
[[Mynd:Runder Flakturm Augarten.jpg|thumb|Loftvarnarturn í Vín]]
Vín kom ekki beint við sögu í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. En á stríðsárunum var mikill skortur á nauðsynjavörum þar. Endalok stríðsins markaði einnig endalok keisararíkisins þar. Frans II sagði af sér. [[12. nóvember]] [[1918]] var lýðveldið Austurríki stofnað í þinghúsinu í Vín. Það með var Vín ekki lengur keisaraborg. Borgin var þó gríðarlega stór miðað við smæð landsins. [[1920]] var sambandslandið Vín stofnað, sem við það splittaði sig frá sambandslandinu Neðra Austurríki. [[1932]] komst fasistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari. Í stjórnmálaóróa tímans var hann drepinn [[1934]] í hálfgerðri byltingu á götum Vínar. Mikill stjórnmálaórói einkenndi Vín næstu árin. Dagana 12. – 13. mars [[1938]] hertóku nasistar Vín er [[Adolf Hitler]] innlimaði Austurríki í [[Þriðja ríkið]]. [[15. mars]] sótti Hitler borgina heim og lét hilla sig. Á sama tíma varð Austurríki aðeins hérað Þýskalands. Vín var því ekki lengur höfuðborg í skamman tíma. Hún var hins vegar næststærsta borg þriðja ríkisins á eftir [[Berlín]]. Með innlimum nokkurra bæja og nærsveita varð Vín hins vegar stærsta borg ríkisins að flatarmáli. Áður en árinu lauk var búið að brenna öll 92 bænahús gyðinga í Vín. Í borginni voru um 180 þúsund gyðingar. Um 120 þúsund náðu að flýja úr landi. Þar á meðal sálfræðingurinn [[Sigmund Freud]], sem var af gyðingaættum. Á næstu árum voru allir hinir, 60 þúsund gyðingar, fluttir burt úr borginni. Flestir létu lífið í útrýmingarbúðum. Í stríðslok voru gyðingar í Vín aðeins rúmlega fimm þúsund. [[Heimstyrjöldin síðari]] fór að mestu fram fjarri borginni. En [[17. mars]] [[1944]] varð borgin fyrir fyrstu loftárásum bandamanna. Þyngstu árásirnar áttu sér stað [[12. mars]] [[1945]]. Takmarkið var að eyðileggja olíustöðvarnar við borgarmörkin. En sökum veðurs var sprengjum varpað af handhófi og hittu þær borgina sjálfa. Alls létust tæplega níu þúsund manns í árásunum. Samt slapp Vín langbest allra austurrískra borga frá loftárásum, enda eyðilagðist aðeins um 28% hennar.
 
=== Hernám ===