Munur á milli breytinga „Ion Antonescu“

ekkert breytingarágrip
Antonescu er óvenjulegur meðal fremjenda [[Helförin|Helfararinnar]] því ríkisstjórn hans tók sjálf af lífi um 400.000 manns óháð nasistum, aðallega bessarabíska, úkraínska og rúmenska [[Gyðingar|gyðinga]] og [[Sígaunar|sígauna]]. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Helförinni einkenndust af bæði fjöldamorðum og nauðungarflutningum. Ríkisstjórnin lagði þó meiri áherslu á eignarhald en manndráp, sýndi flestum gyðingum í gamla rúmenska konungdæminu linkind og neitaði að lokum að framkvæma [[Lokalausnin|Lokalausnina]] líkt og var gert í öðrum löndum á valdi Öxulveldanna.
 
[[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] hófu loftárásir á Rúmeníu árið 1944 og dauðsfall var mikið meðal rúmenskra hermanna á austurvígstöðvunum. Antonescu reyndi því að semja um frið við bandamenn en án árangurs. Þann 23. ágúst 1944 framdi [[Mikael Rúmeníukonungur]] valdarán gegn Antonescu og handtók hann.<ref>{{Cite news Vefheimild|titletitill=Þegar Antonescu var steypt af stóli |datemánuður=17. janúar |ár=1945|accessdatemánuðurskoðað=13. apríl |árskoðað=2018|publisherútgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1254097}}</ref> Antonescu var framseldur til Sovétríkjanna en síðan sendur heim til Rúmeníu, þar sem réttað var yfir honum og hann dæmdur til dauða. Hann var tekinn af lífi í júní árið 1946. Jafnframt voru margir samstarfsmenn Antonescu sakfelldir og teknir af lífi, þar á meðal eiginkona hans, [[Maria Antonescu|Maria]]. Réttarhöldin voru harðlega gagnrýnd fyrir að leggja of mikla áherslu á hugmyndafræði rúmenska kommúnistaflokksins sem þá var tekinn við völdum. Rúmenskir þjóðernissinnar reyndu því síðar að hvítþvo Antonescu og halda honum á lofti sem þjóðhetju.
 
==Tilvísanir==
==Heimild==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Ion Antonescu | mánuðurskoðað = 13. apríl | árskoðað = 2018}}
{{Töflubyrjun}}
 
{{Erfðatafla |
titill = Forsætisráðherra Rúmeníu|
frá = [[5. september]] [[1940]]|
til = [[23. ágúst]] [[1944]]|
fyrir = [[Ion Gigurtu]]|
eftir = [[Constantin Sănătescu]]|
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Antonescu, Ion}}
{{fde|1882|1946|Antonescu, Ion}}