„Miklós Horthy“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
Horthy leiddi þjóðernissinnaða íhaldsstjórn á millistríðsárunum og bannaði bæði [[Ungverski kommúnistaflokkurinn|ungverska kommúnistaflokkinn]] og [[Fasismi|fasíska]] [[Örvarkrossflokkurinn|Örvarkrossflokkinn]]. Opinber stefna Horthy var að endurheimta landsvæði sem Ungverjaland hafði látið af hendi til [[Rúmenía|Rúmeníu]], [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]], [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] og [[Austurríki]]s með friðarsáttmála sínum við [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|bandamenn]] árið 1920.
 
Seint á fjórða áratuginum gekk Horthy í bandalag við [[Þriðja ríkið|Þýskaland]] gegn [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] til að freista þess að ná fram markmiðum sínum í utanríkismálum. Með stuðningi [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] tókst Horthy að endurheimta sum af landsvæðunum sem bandamenn höfðu haft af Ungverjalandi. Stjórn Horthy veitti flóttamönnum frá Póllandi hæli árið 1939 og aðstoðaði [[Öxulveldin]] bæði í [[Innrásin í Sovétríkin|innrásinni í Sovétríkin]] árið 1941 og [[Innrásin í Júgóslavíu|innrás Þjóðverja í Júgóslavíu]] sama ár. Með stuðningi sínum við Þjóðverja fékk Horthy að innlima lönd sem Júgóslavía hafði haft af Ungverjalandi eftir fyrra stríð.
 
Samstarf Horthy og Hitlers varð smám saman stirðara þar sem Horthy var tregur til þess að aðstoða Þjóðverja í stríðsrekstrinum í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni og við framkvæmd [[Helförin|helfararinnar]]. Horthy neitaði að afhenda Þjóðverjum fleiri en 600.000 af þeim 825.000 [[Gyðingar|Gyðingum]] sem bjuggu í Ungverjalandi og þegar ljóst þótti að Þjóðverjar myndu tapa styrjöldinni fór hann að ráðgera að semja um frið við [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|bandamenn]] án Þjóðverja fyrir hönd Ungverjalands. Vegna þessara ágreiningsmála ákváðu Þjóðverjar að gera innrás í og hertaka Ungverjaland í mars árið 1944. Í október sama ár lýsti Horthy því yfir að Ungverjaland hefði sagt sig úr Öxulveldunum og samið um frið við bandamenn. Í kjölfarið neyddu Þjóðverjar hann til að segja af sér, handtóku hann og sendu hann í fangelsi til [[Bæjaraland]]s. Eftir að bandamenn hertóku Þýskaland árið 1945 var Horthy framseldur í varðhald bandarískra hermanna.