„Ungverjaland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 102:
=== Eftirstríðsárin ===
[[mynd:Brücke von Andau Übersicht.jpg|thumb|Brúin yfir lækinn Andau, en yfir hana flúðu tugþúsundir Ungverja til Austurríkis]]
Samfara Parísarsamkomulaginu [[1947]] misstu Ungverjar öll þau landsvæði sem þeir hlutu á stríðsárunum. Sovétmenn handtóku hundruð þúsunda Ungverja og fluttu þá í vinnubúðir til Sovétríkjanna, þar sem álitið er að 200.000 þeirra hafi látist. Eftir stríð gerðu bandamenn ráð fyrir lýðveldisstofnun í Ungverjalandi. Í kosningum síðla árs 1945 hlutu kommúnistar afar lítið fylgi og sömuleiðis í kosningunum 1947 (22%). En [[1949]] voru allir stjórnmálaflokkar aðrir en kommúnistaflokkurinn bannaðir og var þá mynduð ný stjórn í anda [[Stalín]]s. Forsætisráðherra varð [[Mátyás Rákosi]]. Á árunum þar á eftir fékk hin alræmda öryggislögregla ríkisins það hlutverk að hreinsa landið af óæskilegum mótherjum. Eftir lát Stalíns tók [[Imre Nagy]], forsætisráðherra, upp frjálslyndari stefnu. Fyrir vikið var hann handtekinn [[1955]] og allt komst í sama horf aftur. [[23. október]] [[1956]] hófst [[Uppreisnin í Ungverjalandi|allsherjaruppreisn borgara í Búdapest]], sem dreifðist til annarra borga. Stjórninni var steypt og Imre Nagy varð forsætisráðherra á ný. Hann dró landið úr [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalaginu]], stofnaði fjölflokkastjórn, leysti öryggislögregluna upp og lýsti yfir hlutleysi Ungverjalands. Þann [[1. nóvember]] réðst sovéski herinn inn í landið og í nokkra daga á eftir stóðu yfir miklir bardagar hér og þar um landið, sérstaklega í Búdapest. [[22. nóvember]] höfðu Sovétmenn náð landinu á sitt vald. Nagy var handtekinn og hengdur eftir stutt réttarhöld. Í kjölfarið flúðu rúmlega 200.000 Ungverjar land, aðallega til Austurríkis. Um 100.000 sovéskir hermenn urðu eftir í landinu til að koma í veg fyrir aðra uppreisn. Nýr forsætisráðherra varð [[János Kádár]], en hann ríkti til [[1988]]. Undir hans stjórn varð allnokkur efnahagsuppgangur og er þetta tímabil stundum kennt við gúllaskommúnisma. Árið 1988 voru blikur á lofti. Þíða myndaðist meðal ráðamanna þegar stjórnarandstaða var opinberlega leyfð. Í lok ársins tók [[Miklós Németh]] við sem forsætisráðherra og [[2. maí]] [[1989]] hóf landið að rífa niður varnir sínar við landamærin að Austurríki, sökum kostnaðarsams viðhalds að eigin sögn. Opnun eins varðhliðsins þann [[19. ágúst]] var fyrsta opnun járntjaldsins í Evrópu og [[23. október]] sama ár var nýtt lýðveldi stofnað í Ungverjalandi. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fóru fram [[25. mars]] [[1990]] og var í kjölfarið mynduð stjórn þriggja flokka. Forsætisráðherra varð [[József Antall]]. Landið gekk úr Varsjárbandalaginu [[26. júní]]. Áður en árið var liðið yfirgáfu síðustu sovésku hermennirnir landið en [[12. mars]] [[1999]] gekk Ungverjaland formlega í NATO og 1. maí [[2004]] fékk landið inngöngu í Evrópusambandið.
 
== Landafræði ==