„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 39:
 
== Íslandsferðir ==
[[Mynd:Flag of Jørgen Jørgensen (1809).png|thumb|right|Fáni Jörundar í embætti hans sem þjóðhöfðingja Íslands.]]
Átta mánuðum síðar lagði hann í för sína til [[Ísland]]s. Hún var farin í þeim tilgangi að kaupa [[tólg]] eða [[mör]] á Íslandi til [[sápugerð]]ar. Jörundur laug sig inn á sápukaupmanninn [[Samuel Phelps]] og kvaðst hafa sambönd á Íslandi. Hann greindi honum ekki frá því að hann væri stríðsfangi í [[farbann]]i. Skipið ''Clarence'' var tekið á leigu til fararinnar. Jörundur fór með sem [[túlkur (starf)|túlkur]], en fulltrúi Phelps hét Savignac. Þeir sigldu frá [[Liverpool]] í [[desember]] [[1808]] og komu til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] í [[janúar]] [[1809]]. Þar var þeim algjörlega bönnuð öll [[verslun]] við Íslendinga, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir voru allslausir og dönsk sigling hafði ekki borist vegna stríðsins við England. Hélt svo ''Clarence'' til baka án kaupskapar á Íslandi og kom til Englands í [[apríl]].