„Sósíalistaflokkurinn (Frakkland)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Stjórnmálaflokkur |flokksnafn_íslenska = Sósíalistaflokkurinn<br>''Parti socialiste'' |mynd = |fylgi = |litur = #FF3366 |formaður = |varaformaður = |aðalritari = Olivie...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 29:
Sósíalistaflokkurinn rekur uppruna sinn til [[Sósíalismi|sósíalískra]] kenninga. Forveri flokksins var [[Frakklandsdeild alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar]] (franska: ''Section française de l'Internationale ouvrière'' eða ''SFIO''), sem stofnuð var árið 1905 af [[Jean Jaurès]]. SFIO var endurnefnd Nýi sósíalistaflokkurinn (''Nouveau Parti socialiste'') og síðar einfaldlega Sósíalistaflokkurinn árið 1969. Árið 1971 stækkaði Sósíalistaflokkurinn með því að sameinast ýmsum smærri vinstriflokkum sem virkir voru í frönskum stjórnmálum. Flokkurinn byggði stefnu sína á samstöðu franskra vinstriheyfinga og þróun sameiginlegrar stjórnarstefnu ásamt franska [[Kommúnistaflokkurinn (Frakkland)|Kommúnistaflokknum]].<ref>{{Vefheimild|höfundur=Christophe Batardy |titill=Le programme commun de gouvernement: pour une histoire programmatique du politique (1972-1977) |ár=2016 |url=http://www.theses.fr/2016NANT2018 }}</ref> Árið 1971 var [[François Mitterrand]] kjörinn aðalritari Sósíalistaflokksins og hann leiddi flokkinn í stjórnarandstöðu til ársins 1981. Árið 1981 var Mitterrand kjörinn [[forseti Frakklands]]. Mitterrand gegndi forsetaembættinu í tvö sjö ára kjörtímabil, til ársins 1995. Sósíalistaflokkurinn vann þingkosningar árið 1997 og [[Lionel Jospin]] varð því [[forsætisráðherra Frakklands]] fyrir flokkinn í stjórnarsamstarfi við [[Jacques Chirac]] Frakklandsforseta. Þessu samstarfi lauk árið 2002 eftir ósigur Jospins í forsetakosningum í fyrstu umferð gegn Chirac og [[Jean-Marie Le Pen]].
 
Frá 2012 til 2017 var [[François Hollande]] forseti Frakklands fyrir Sósíalistaflokksinn. Hann er til þessa dags síðasti forsetinn sem kjörinn hefur verið úr röðum franskra sósíalista. Stjórnartíð hans einkenndist af klofningi innan franska vinstrisins, sér í lagi af hreyfingu vinstrisinnaðra andófsmanna sem mótmæltu efnahagsstefnu forsetans. Síðustu ár hafa margir nýir vinstriflokkar verið stofnaðistofnaðir í Frakklandi sem telja Sósíalistaflokkinn hafa hneigst of langt til hægri á forsetatíð Hollande.
 
Frambjóðandi Sósíalistaflokksins, [[Benoît Hamon]], bað sögulegan ósigur í forsetakosningum landsins árið 2017 og hlaut aðeins 6,36 prósent atkvæða.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.lemonde.fr/election-presidentielle-2017/article/2017/04/23/presidentielle-benoit-hamon-decroche-a-la-cinquieme-place_5116056_4854003.html|titill=Présidentielle : Benoît Hamon décroche à la cinquième place|útgefandi=''Le Monde''|mánuður=24. apríl|ár=2017|höfundur= Nicolas Chapuis og Bastien Bonnefous |mánuðurskoðað=4. desember|árskoðað=2018|tungumál=[[franska]]}}</ref> Flokkurinn hlaut aðeins tæp tíu prósent atkvæða og 93 þingsæti í þingkosningum sem haldnar voru sama ár. Flokkurinn hefur síðan þá verið í stjórnarandstöðu og í endurskipulagningu.