„Napóleon Bónaparte“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 44:
Napóleon Bonaparte lést þann 5. maí árið 1821. Til eru tvær kenningar um það hvernig hann lést. Önnur þeirra er sú að hann hafi dáið úr magakrabbameini, sem var í raun skrifað á krufningaskýrslu hans, en aðrir segja að honum hafi verið byrlað arsenik sem er eitur sem getur drepið menn. Kenningin um magakrabbamein er líklegri að margra manna mati og algengari dánarorsök þar sem hann var líka með magasár áður en hann dó. Við krufningu á líkinu þegar það var grafið aftur upp kom í ljós að það var næstum alveg órotið eftir mörg ár grafið í jörðinni en arsenikeitrun hægir verulega mikið á rotnun. Auk þess fannst líka arsenik í hárrót Napóleons. Enginn leið er þó að vita fyrir vissu hvernig herforinginn og keisarinn Napóleon Bonaparte lét lífið og verður það líklegast aldrei vitað fyrir vissu.<ref>Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?“</ref>
 
Í erfðaskrá sinni hafði Napóleon beðið um að vera grafinn á bökkum [[Signa|Signufljót]]s en landstjóri Sankti Helenu, Hudson Lowe, ákvað þess í stað að láta grafa hann á eyjunni. Napóleon var grafinn á Sankti Helenu til ársins 1840, en þá fékk [[Loðvík Filippus]] Frakkakonungur, að undirlagi [[Adolphe Thiers]] forsætisráðherra, leyfi til að flytja lík hans til Frakklands.<ref name=Lindqvist597>Lindqvist 2011, bls. 597.</ref><ref>{{cite webVefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4366352
|titletitill=Napoleon á St. Helenu|publisherútgefandi=''[[Fálkinn]]''|dateár=1949|accessdatemánuðurskoðað=12. september |árskoðað=2018}}</ref> Napóleon fékk ríkisútför í París í desember þetta ár og var að endingu grafinn í Invalide-hvelfingu Parísarborgar. Grafarminnismerki fyrir Napóleon var vígt í hvelfingunni árið 1861 í valdatíð bróðursonar Napóleons, [[Napóleon III|Napóleons III]].<ref name=Lindqvist597/>
 
==Hjónabönd og börn Napóleons==
Lína 51:
[[Mynd:Thomas Rowlandson Boney and his new wife.jpg|thumb|right|Ensk skopmynd af Napóleon og nýju konunni hans, Marie-Louise, frá árinu 1810.]]
Napóleon var tvíkvæntur:
* Fyrri kona Napóleons frá 9. mars 1796 var [[Joséphine de Beauharnais]], sem var krýnd keisaraynja eftir valdatöku Napóleons. Samband þeirra þótti ástríðufullt en stormasamt og fjöldi ástarbréfa sem Napóleon skrifaði henni hafa varðveist.<ref>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4024963|titill=„Gerðu þér vængi og komdu, komdu....“|útgefandi=''[[Tíminn]]''|mánuður=7. ágúst|ár=1983|mánuðurskoðað=1. febrúar|árskoðað=2019}}</ref> Napóleon og Jósefínu varð ekki barna auðið og þar sem Napóleon vildi eignast erfingja ákvað hann að skilja við Jósefínu<ref>{{Vísindavefurinn|6360|Bar einhver titilinn Napóleon II?}}</ref> þann 16. desember 1809.
* Seinni kona Napóleons var [[Marie-Louise af Austurríki]], dóttir [[Frans II (HRR)|Frans 1. Austurríkiskeisara]]. Þau giftust þann 2. apríl 1810<ref>{{Cite web |url=http://palaisdecompiegne.fr/sites/palaisdecompiegne.fr/files/dp_aiglon-prince-imperial.pdf |format=pdf |title=Exposition ''La pourpre et l'exil'', château de Compiègne, 2004-2005 |site=www.musee-chateau-compiegne.fr }}</ref> og eignuðust soninn [[Napóleon II|Napoléon François Joseph Charles Bonaparte]] ellefu mánuðum síðar. Sonurinn var einnig þekktur sem Napóleon II en var þó aldrei krýndur keisari nema að nafninu til í fimmtán daga á milli seinni afsagnar föður síns og endurreisnar konungdæmisins.