„Kalífi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kalífi''' er veraldlegur valdsmaður í [[múslimar|múslimalöndum]] sem talinn er þiggja vald sitt frá [[Allah]]. Fyrsti kalífinn var [[Abu Bakr]] sem var tengdafaðir [[Múhameð]]s spámanns. Upphaflega vísaði orðið kalífi til andlegs leiðtoga múslima en merking orðsins í [[arabíska|arabísku]] er ‚sá„sá sem kemur í staðinn fyrir þann sem er horfinn á braut eða dáinn‘dáinn“.
 
Frá stofnun íslamstrúar var kalífi íslams jafnan æðsti valdsmaður hinna ýmsu íslömsku stórvelda og um leið trúarlegur leiðtogi og sameiningartákn allra múslima. Frá árinu 1517 voru [[Tyrkjasoldán|soldánar]] [[Tyrkjaveldi]]s einnig kalífar íslams. Árið 1922 var soldánaveldið hins vegar lagt niður og lýðveldi stofnað í Tyrklandi. Höfuð Ósman-valdaættarinnar fengu áfram að kalla sig kalífa og vera trúarleiðtogar án pólitískra valda um skeið en árið 1924 ákvað forseti Tyrklands, [[Kemal Atatürk|Mústafa Kemal Atatürk]], að leysa einnig upp kalífadæmið. Síðasta kalífanum, [[Abdúl Mejid 2.]], var síðan skipað að yfirgefa Tyrkland.<ref>{{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|isbn=978-9979-3-3683-9|bls=113-114}}</ref>
 
Frá árinu 1924 hefur enginn lögmætur kalífi starfað meðal múslima en margir hafa þó gert tilkall til kalífatignarinnar og látið sig dreyma um að endurreisa kalífadæmið. Leiðtogi [[Íslamska ríkið|hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki]], [[Abu Bakr al-Baghdadi]], lýsti sjálfan sig til að mynda kalífa íslams árið 2014. Flestir múslimar viðurkenna þó ekki tilkall hans og telja það ekki standast trúarreglur.<ref>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem kallar sig kalífa|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1525279/|útgefandi=[[mbl.is]]|höfundur=Bogi Þór Arason|ár=2014|mánuður=27. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=1. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Afturhvarf til kalifadæmis?|url=http://www.ruv.is/frett/afturhvarf-til-kalifadaemis|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2014|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=1. febrúar}}</ref>
 
== Heimild ==
* {{Vísindavefurinn|2282|Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?}}
* {{Vísindavefurinn|73284|Hverjir voru helstu leiðtogar íslams strax eftir dauða Múhameðs?}}
 
;Tilvísanir
<references/>
{{stubbur}}
[[Flokkur:Aðalstitlar]]