Munur á milli breytinga „Dímítrí Medvedev“

ekkert breytingarágrip
 
== Bakgrunnur ==
[[Mynd: Dmitry Medvedev baby photo.jpg|thumb|left|200px| Dímítrí Medvedev tveggja ára árið 1967.]]
Dímítrí Medvedev fæddist í [[Sankti Pétursborg]], þá nefnd Leningrad í fyrrum [[Ráðstjórnarríkin|Sovétríkjunum]]. Hann er sonur hjónanna Anatoly Afanasevich Medvedev (f. 19. Nóvember 1926, d. 2004) prófessor við Tækniháskólann í Leningrad, og móðir hans er Yulia Veniaminovna Medvedeva, (f. 21. nóvember 1939), fræðimaður og kennari við Kennaraskóla kenndan við AI Herzen, starfaði einnig sem leiðsögukona í Pavlovsk.
 
Árið 1993 varð Medvedev lögmaður fyrirtækisin Ilim Pulp Enterprise, sem var timburfyrirtæki í Sankti Pétursborg. Síðar var fyrirtækið skráð undir nafninu Fincell, þá að helmingshlut í eigu Medvedev. Árið 1998 var hann einnig kjörinn í stjórn Bratskiy LPK sem var pappírsverksmiðja. Hann vann fyrir Ilim Pulp allt til 1999.
 
[[Mynd: Vladimir Putin with Dmitry Medvedev-3.jpg |thumb|right|300px| Kosningastjórinn Medvedev og forsetaframbjóðandinn Putin 27. mars 2000, daginn eftir kosningasigur Putins.]]
 
Medvedev varð einn nokkurra frá Sankti Pétursborg sem í nóvember 1999 leiddu Vladímír Pútín til æðstu valda í Moskvu. Medvedev var kosningastjóri hans. Í desember árið 2000 varð hann næstráðandi í starfsmannastjórn forsetaskrifstofunnar. Medvedev varð einn þeirra stjórnmálamanna sem stóðu Pútín forseta næst.
 
== Forsetakosningar 2008 ==
[[Mynd: Vladimir Putin 11 March 2008-1.jpg |thumb|left|300px| Dímítrí Medvedev og Vladímír Pútín árið 2008.]]
 
Eftir skipun hans sem fyrst aðstoðarforsætisráðherra, fóru margir stjórnmálaskýrendur að gera ráð fyrir því að Medvedev yrði tilnefndur sem arftaki Putins fyrir forsetakosningarnar 2008. Ýmsir aðrir voru nefndir en 10. desember 2007, tilkynnti Pútín forseti að hann styddi Medvedev sem eftirmann sinn. Það tilkynnti hann í kjölfar þess að fjórir stjórnmálaflokkar höfðu hvatt til framboðs Medvedev; Sameinað Rússland, Sanngjarnt Rússland, Landbúnaðarflokkur Rússlands og Borgaralegt Vald. Á flokksþingi stærsta flokks landsins, Sameinaðs Rússlands, 17. desember 2007 var kjörinn sem frambjóðandi þeirra. Hann skráði formlega forsetaframboð sitt 20. desember 2007 og tilkynnti að hann myndi stíga niður sem formaður Gazprom, þar sem samkvæmt lögum, sem forseti er ekki heimilt að halda önnur störf. aðra færslu.
 
[[Mynd: Inauguration of Dmitry Medvedev, 7 May 2008-7.jpg|thumb|right|300px| Medvedev sver forsetaeið í Kremlin höll 7. maí 2008.Hann er almennt talinn frjálslyndari en fyrirrennari hans Pútin.]]
 
Stjórnmálasérfræðingar sögðu val Pútín á eftirmanni myndi tryggja auðvelda kosningu, enda höfðu skoðanakannanir gefið til kynna að umtalsverður meirihluti kjósenda myndi velja þann er Pútín styddi. Fyrst verk Medvedev sem forsetaframjóðenda var tilkynna að hann myndi skipa Pútin í stöðu forsætisráðherra yrði hann kjörinn forseti.
Í framboðsræðum talaði Medvedev fyrir eignarrétti, afnámi reglugerðarhafta, lægri sköttum, óháðu dómskerfi, baráttu gegn spillingu, og talaði fyrir persónulegu frelsi manna í stað ánauðar. Hann er almennt talinn frjálslyndari en fyrirrennari hans Pútin.
 
[[Mynd: Obama and Medvedev look at the menu.jpg|thumb|right|300px| Medvedev forseti í heimsókn hjá [[Barack Obama]] forseta Bandaríkjanna árið 2010.]]
Medvedev var kjörinn forseti Rússlands 2. mars 2008, með stuðningi 70,28% atkvæða. Kjörsókn var yfir 69,78%.
 
 
== Einkahagir ==
[[Mynd: Dmitry Medvedev and his wife Svetlana Medvedeva.jpg |thumb|right|300px|Dmitry Medvedev með eiginkonu sinni Svetlönu Medvedeva.]]
Nokkrum árum eftir útskrift úr framhaldsskóla giftist Medvedev giftist æskuvinkonu sinni og kærustu úr framhaldsskóla, Svetlönu Vladimirovna Medvedeva. Svetlana og hann eiga soninn Ilya (f. 1995).