„Sankti Pierre og Miquelon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skipti út Coat_of_Arms_of_Saint-Pierre_and_Miquelon.svg fyrir Coat_of_arms_of_Saint_Pierre_and_Miquelon.svg.
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Land |
| nafn_á_frummáli = Saint-Pierre et Miquelon |
| nafn_í_eignarfalli = Sankti Pierre og Miquelon |
| fáni = Flag of Saint-Pierre and Miquelon.svg |
| skjaldarmerki = Coat of arms of Saint Pierre and Miquelon.svg|
| staðsetningarkort = Saint_Pierre_and_Miquelon_in_France.svg |
| kjörorð = A mare labor (''Atvinna, af hafi'')|
| tungumál = [[franska]] |
| höfuðborg = [[Saint-Pierre (Saint-Pierre og Miquelon)|Saint-Pierre]] |
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]] |
| titill_leiðtoga = [[Þingformaður]]<br />[[héraðsstjóri]] |
| nöfn_leiðtoga = [[Stéphane ArtanoLenormand]]<br />[[PatriceThierry LatronDevimeux]] |
| stærðarsæti = 214 |
| flatarmál = 242 |
| hlutfall_vatns = 0 |
| mannfjöldaár = 2011 |
| mannfjöldasæti = 233 |
| íbúar_á_ferkílómetra = 25 |
| fólksfjöldi = 6.080 |
| staða = [[Frakkland|franskt]] [[samfélag handan hafshandanhafshérað]] |
| atburður1 = Franskt tilkall |
| dagsetning1 = [[1536]] |
| VLF_ár = 2004 |
| VLF = 0,161131 |
| VLF_sæti = * |
| VLF_á_mann = 26.073 |
| VLF_á_mann_sæti = * |
| gjaldmiðill = [[evra]] (EUR) |
| tímabelti = [[UTC]]-3 |
| símakóði = 508 |
| tld = pm |
}}
'''Sankti Pierre og Miquelon''' ([[franska]]: '''Saint-Pierre-et-Miquelon''') eru nokkrar litlar eyjar sem eru [[Frakkland|franskt]] [[yfirráðasvæði handan hafsins]], skammt undan strönd [[Nýfundnaland]]s. Eyjarnar eru það eina sem eftir er af [[nýlenda|nýlendunni]] [[Nýja Frakkland|Nýja-Frakkland]]i. Franskir og [[baskar|baskneskir]] fiskimenn námu þar land snemma á [[16. öldin|16. öld]] og notuðu sem miðstöð fyrir [[þorskveiðar]] í [[Norður-Atlantshaf]]i, nokkru áður en [[Jacques Cartier]] kom þangað [[1536]].
[[Mynd:Miquelon 9.jpg|thumb|Landslag á Sankti Pierre og Miquelon]]
'''Sankti Pierre og Miquelon''' ([[franska]]: '''Saint-Pierre-et-Miquelon''') eru nokkrar litlar eyjar sem eru [[Frakkland|franskt]] [[yfirráðasvæði handan hafsins]], skammt undan strönd [[Nýfundnaland]]s. Eyjarnar eru það eina sem eftir er af [[nýlenda|nýlendunni]] [[Nýja Frakkland|Nýja-Frakkland]]i. Franskir og [[baskar|baskneskir]] fiskimenn námu þar land snemma á [[16. öldin|16. öld]] og notuðu sem miðstöð fyrir [[þorskveiðar]] í [[Norður-Atlantshaf]]i, nokkru áður en [[Jacques Cartier]] kom þangað [[1536]].
 
Eyjarnar eru í mynni [[Fortune-flói|Fortune-flóa]] við suðurströnd Nýfundnalands rétt hjá [[Miklibanki|Miklabanka]] þar sem eru auðug fiskimið. Aðalútflutningsvörur eyjanna eru [[fiskur]], [[humar]] og fiskafurðir. Efnahagslífið hefur dregist saman vegna minnkandi fiskistofna og takmarkana á fiskveiðum í lögsögu [[Kanada]] frá 1992.
 
Íbúar voru 6.080 í manntali sem gert var árið 2011. Þar af bjuggu 5.456 á [[Saint-Pierre]] og 624 á [[Miquelon-Langlade]]. Nær allir tala [[franska|frönsku]] sem er líkari evrópskri frönsku en [[kanadísk franska|kanadískri frönsku]]. Áður talaði fólk af baskneskum uppruna [[Baskneska|basknesku]] en notkun hennar lagðist af seint á [[1951-1960|6. áratug 20. aldar]].
 
[[Mynd:Miquelon 9.jpg|thumb|Landslag á Sankti Pierre og Miquelon]]
== Heiti ==
Franska heitið á ''Saint-Pierre'' er dregið af nafni [[heilagur Pétur|heilags Péturs]] sem er [[verndardýrlingur]] [[fiskimaður|fiskimanna]].
 
Miquelon kemur fyrst fyrir sem ''Micquelle'' í leiðsögubók baskneska sjómannsins [[Martin de Hoyarçabal]] fyrir Nýfundnaland frá 1579. Því hefur verið haldið fram að þetta nafn sé basknesk útgáfa af nafninu „[[Mikael]]“ sem kemur oft fyrir sem ''Mikelon'' í [[Baskaland]]i. Miquelon kann því að vera frönsk aðlögun á baskneska nafninu.
 
Miquelon kann líka að vera dregið af spænska heitinu ''Miguelón'' sem er Mikael með stækkunarendingu, „stóri Mikael“. Nafn eyjunnar [[Langlade]], sem tengist Miquelon um eiði, er dregið af franska heitinu '' l'île à l'Anglais'', „eyja Englendingsins“.
 
== Saga ==
Portúgalski landkönnuðurinn [[João Álvares Fagundes]] tók land á eyjunum [[21. október]] [[1520]] og nefndi eyjaklasann við Saint-Pierre „ellefu þúsund jómfrúr“ þar sem dagurinn var messudagur [[heilög Úrsúla|heilagrar Úrsúlu]] og fylgismeyja hennar. Árið 1536 gerði [[Jacques Cartier]] tilkall til eyjanna fyrir hönd Frakkakonungs. Eyjarnar voru notaðar sem bækistöðvar veiðimanna frá [[Mi'kmaq]]-þjóðinni, auk Baska og Bretóna en föst búseta í eyjunum hófst fyrst undir lok 17. aldar. Árið 1670 voru fjórir íbúar taldir hafa þar fasta búsetu og 22 árið 1691.
 
Árið 1670, landstjóratíð [[Jean Talon]], voru eyjarnar lagðar undir [[Nýja Frakkland]] eftir að franskur liðsforingi hafði farið þangað og fundið þar búðir franskra fiskimanna. [[Breski sjóherinn]] hóf fljótlega árásir á búðir og skip fiskimannanna. Snemma á 18. öld voru eyjarnar óbyggðar að nýju. Þær gengu til Breta í [[Utrecht-sáttmálinn|Utrecht-sáttmálanum]] sem batt enda á [[Spænska erfðastríðið]] árið 1713.
 
Með [[Parísarsáttmálinn (1763)|Parísarsáttmálanum 1763]] eftir [[Sjö ára stríðið]] létu Frakkar Bretum eftir allar nýlendur sínar í Norður-Ameríku, en fengu aftur yfirráð yfir eyjunum Saint-Pierre og Miquelon. Frakkar héldu líka eftir fiskveiðiréttindum við Nýfundnaland ([[Franska ströndin]]).
 
Þar sem Frakkar studdu uppreisnarmenn í [[Bandaríska sjálfstæðisstríðið|Bandaríska sjálfstæðisstríðinu]] gerðu Bretar árás á nýlenduna og lögðu hana í rúst árið 1778. Allir 2000 íbúar eyjanna voru sendir til Frakklands. Árið 1793 réðust Bretar aftur á nýlenduna, hröktu franska íbúa burt og reyndu að setja upp breska nýlendu. Breska nýlendan var lögð í rúst af frönskum her árið 1796. Með [[Amiens-sáttmálinn|Amiens-sáttmálanum]] 1802 fengu Frakkar aftur yfirráð yfir eyjunum en Bretar hernámu þær þegar stríð braust aftur út ári síðar.
 
Frakkar fengu aftur yfirráð yfir eyjunum með [[Parísarsáttmálinn (1814)|Parísarsáttmálanum 1814]] þótt Bretar legðu þær aftur undir sig tímabundið í [[Hundrað daga stríðið|Hundrað daga stríðinu]]. Eftir það tók Frakkland yfir stjórn eyjanna sem nú voru óbyggðar og nánast allar byggingar ónýtar eða í niðurníðslu. Nýir íbúar, mest Baskar, Bretónar og Normannar, settust að á eyjunum frá 1816. Við bættust innflytjendur frá Nýfundnalandi. Um miðja 19. öld tók byggðin að blómstra vegna aukinna fiskveiða.
 
Snemma á [[1911-1920|2. áratug]] 20. aldar varð byggðin fyrir miklu áfalli vegna minnkandi tekna af fiskveiðum og margir íbúar fluttu til [[Nova Scotia]] og [[Quebec]]. [[Herskylda]] sem komið var á í upphafi [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] gerði út af við útgerðina. Um 400 karlmenn úr nýlendunni voru kallaðir í [[Franski herinn|franska herinn]] í Fyrri heimsstyrjöld og um fjórðungur þeirra lét lífið. Vélskipaútgerðin dró síðan enn úr atvinnutækifærum fyrir fiskimenn.
 
[[Smygl]] hafði lengi verið ábatasamur atvinnuvegur á eyjunum og hlaut aukið vægi á [[Bannárin|Bannárunum]] á [[1921-1930|3. áratugnum]]. Árið 1931 voru 1.815.271 bandarísk gallon (6.871.550 lítrar) af [[viský]]i flutt inn til eyjanna frá Kanada. Mestu af því mun hafa verið smyglað til Bandaríkjanna. Þegar áfengisbanninu lauk 1933 olli það efnahagslegu hruni á eyjunum.
 
Í [[Síðari heimsstyrjöld]] lagði [[Charles de Gaulle]] eyjarnar undir [[Frjálsir Frakkar|Frjálsa Frakka]] þrátt fyrir andstöðu Kanada, Bretlands og Bandaríkjanna. Eyjarnar höfðu áður lýst yfir stuðningi við [[Vichy-stjórnin]]a. Næsta dag samþykktu íbúar yfirtöku Frjálsra Frakka í atkvæðagreiðslu. Eftir [[stjórnarskrárkosningin í Frakklandi 1958|stjórnarskrárkosninguna 1958]] fengu íbúar að ráða hvort þeir vildu vera hluti Frakklands, heimastjórnarsvæði innan [[Franska samveldið|Franska samveldisins]] eða vera áfram handanhafssvæði. Þeir völdu síðastnefnda kostinn.
 
 
== Tenglar ==