„Ullur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Mynd af Ulli á skíðum og með boga í íslensku handriti frá 18. öld. '''Ullur''' (gotneska: '''''*Wulþuz''''') er guð í Norræn...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Í ''[[Skáldskaparmál]]um'' telur Snorri nokkrar [[kenning]]ar fyrir Ull. Þar stendur: „Hvernig skal kenna Ull? Svá, at kalla hann son Sifjar, stjúp Þórs, öndurás, bogaás, veiðiás, skjaldarás.“<ref>{{Vefheimild|titill=Skáldskaparmál|url=http://heimskringla.no/wiki/Skáldskaparmál|útgefandi=Heimskringla.no|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=30. janúar}}</ref>
 
Í ''[[Grímnismál]]um'' í [[Sæmundaredda|Sæmundareddu]] má finna fleiri vísanir í Ull. Þar kemur fram að Ullur búi á stað sem ber nafnið [[Ýdalir]]. Nafnið virðist vísa í [[Ýviður|ývið]], sem var gjarnan notaður til að smíða [[Bogi (vopn)|veiðiboga]]. Því virðist nafnið á bústað Ullar vísa til stöðu hans sem bogaguðs.<ref>{{Vefheimild|titill=Grímnismál|url=https://www.snerpa.is/net/kvaedi/grimnir.htm|útgefandi=Snerpa|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=30. janúar}}</ref>
 
Fjölmörg örnefni í Svíþjóð og Noregi vísa til Ullar. Aftur á móti eru engir staðir á Íslandi nefndir eftir Ulli, sem bendir til þess að tilbeiðsla á guðinum hafi lognast út af áður en norrænir menn fluttust þangað á 9. öld. Meðal staða sem bera nafn Ullar má nefna sveitarfélagið [[Ullensaker]] (''Ullinsakrar'') í fylkinu [[Akurshús]]i í Noregi. Frá árinu 1979 hefur mynd af Ulli prýtt skjaldarmerki sveitarfélagsins.<ref>{{Vefheimild|útgefandi=Norske Kommunevåpen|ár=1990|titill=Nye kommunevåbener i Norden|url=http://www.ngw.nl/int/nor/u/ullensak.htm|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=30. janúar|tungumál=[[norska]]}}</ref>