„Rím“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Rím''' nefnist það þegar [[orð]] eða orðhlutar hljóma saman, t.d. góður - rjóður; sveit - leit. Sé rímorð eitt atkvæði kallast það ''einrím'' eða ''karlrím'' en séu rímorð tvö atkvæði er það kallað ''tvírím'' eða ''kvenrím''. Þriggja atkvæða rím kallast ''þrírím'' eða ''veggjað rím''.
 
Rím getur einnig verið hálfrím, sem einnig er nefnt sniðrím eða skothent rím og þá eru sérhljóð rímorða ekki eins, aðeins samhljóðin. Sem dæmi má nefna land og grund og, einnig þvaðra og hnoðri. Þetta er nefnt '''sérhljóðshálfrím''.
 
Einnir er til ''samhljóðshálfrím'', þá ríma saman sérhljóðin en samhljóðin eru önnur. Dæmi: land - lamb, þvaðra - þvaga. Samhljóðshálfrím er sjaldgæft í rímnaháttum en algengara í danskvæðum, þulum og í nútímanum m.a. í rappi.
 
Víxlrím er það þegar 1. og 3. lína ríma saman, 2. og 4. lína ríma saman o.s.frv. Runurím er það þegar t.d. 1. og 2. lína ríma saman, 3. og 4. lína ríma saman o.s.frv.