„Bítlarnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.93.76 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 30:
Í upphafi voru The Quarry Men aðeins enn ein [[skiffle]] hljómsveitin í [[Liverpool]] en þroskaðist og þegar þeir slógu í gegn snemma á sjöunda áratugnum spiluðu þeir nýstárlega kraftmikla [[popptónlist]]. Fyrsta [[breiðskífa]] þeirra ''[[Please Please Me]]'' kom út árið [[1963]] og tónlist þeirra hélt áfram að þróast allt þar til yfir lauk árið [[1970]], þegar síðasta plata þeirra kom út, ''[[Let it be]]'', en samstarfi þeirra var þá þegar lokið og upptökurnar á plötunni voru gamlar.
 
Allt frá því að fyrsta platan kom út árið 1963 og þar til sú síðasta kom út árið 1970 samanstóð hljómsveitin af fjórum meðlimum, John Lennon, sem spilaði á [[gítar]] og [[Söngur|söng]], [[Paul McCartney]], sem spilaði á [[Rafbassi|bassa]] og söng, [[George Harrison]], sem spilaði á gítar og söng stöku sinnum, og svo [[Trommur|trommaranum]] [[Ringo Starr]] (Richard Starkey), sem einnig söng örfá lög.
Langflest lögin voru samin af frægasta lagahöfunda tvíeyki sögunnar Lennon/McCartney. Síðastliðin ár hafa átt sér stað miklar deilur á milli Paul McCartney og [[Yoko Ono]] (síðari eiginkona [[John Lennon]]) vegna þess að Paul hefur viljað breyta skráningu laga sem hann samdi í McCartney/Lennon.
 
Bítlaæðið hófst í kjölfar útgáfu fyrstu plötu þeirra í Bretlandi árið 1963, en snemma árs árið [[1964]] komu Bítlarnir fram í ''[[The Ed Sullivan Show]]'' í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Bítlaæðið fór í kjölfarið eins og eldur í sinu um heiminn.