„Stríð Íraks og Írans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 79:
[[Vopn]]abúnaður Íraka var að mestu keyptur frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] en á meðan stríðið stóð keyptu þeir einnig vopn frá [[Kína]], [[Egyptaland]]i, [[Frakkland]]i og hugsanlega [[Þýskaland]]i. Írakar fengu einnig nokkurn fjárhagslegan stuðning frá [[Kúveit]] og [[Sádi Arabía|Sádi Arabíu]] að nokkru leyti í formi lána. Árið [[1982]] breyttu Bandaríkin stefnu sinni gagnvart stríðinu og hófu beinan stuðning við Íraka með því að sjá þeim fyrir vopnum og fjárhagsaðstoð ásamt því að taka upp venjulegt stjórnmálasamband við Írak á ný (en það hafði legið niðri frá [[Sex daga stríðið|Sex daga stríðinu]] [[1967]]). Bandaríkin og bandamenn þeirra (til dæmis [[Bretland]], Frakkland og [[Ítalía]]) sáu Írökum fyrir [[Efnavopn|efna-]] og [[sýklavopn]]um og hjálpuðu þeim til að byggja upp getu til að framleiða [[kjarnorkuvopn]]. Á meðan Írak naut stuðnings flestra risavelda samtímans, þar á meðal bæði Sovétríkjanna og Bandaríkjanna var Íran einangrað og hafði einungis opinberan stuðning [[Sýrland]]s og [[Líbýa|Líbýu]].
 
[[Mynd:OperationPrayingMantis-IS Alvand.jpg|thumb|right|Sprengjur bandarískra sprengjuflugvéla falla á írönsku freigátuna IS Sahand [[18. apríl]] [[1988]].]]
Bandaríkin lýstu aldrei formlega yfir stríði á hendur Íran en þrátt fyrir það þá lenti hersveitum landanna saman nokkrum sinnum á árunum [[1987]]–[[1988]] í nokkrum sjóorrustum á Persaflóa þar sem Bandaríkin höfðu mikinn viðbúnað. [[3. júlí]] [[1988]], skaut Bandaríska [[herskip]]ið [[USS Vincennes]] niður [[Farþegaþota|farþegaþotu]] á vegum ''Iran Air'' en stjórnvöld Í Bandaríkjunum sögðu að flugvélin hefði verið tekin í misgripum fyrir íranska [[F-14 Tomcat]] þotu sem var á sveimi á svæðinu á sama tíma. Allir þeir 290 farþegar og áhöfn sem voru í hinu borgaralega flugi fórust, þar á meðal konur og börn. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði nokkru áður ástundað að selja einnig Írönum vopn, fyrst óbeint (hugsanlega með milligöngu [[Ísrael]]) en síðar beint (sjá [[Íran-Kontrahneykslið]]).