Munur á milli breytinga „Íslenskar mállýskur“

→‎Svæðisbundin framburðarafbrigði: þetta hefur farið alveg framhjá mönnum
(→‎Svæðisbundin framburðarafbrigði: þetta hefur farið alveg framhjá mönnum)
* {{anchor|anchor=Harðmæli}}'''Harðmæli''' þekkist á [[Norðurland|Norðurlandi]], einkum í [[Eyjafjarðarsýsla|Eyjafirði]] og [[Þingeyjarsveit]]. Þegar [[Lokhljóð|lokhljóðin]] ''p, t,'' og ''k'' koma fyrir í miðju orði eða í lok orðs eru þau borin fram með fráblæstri. Orðið ''vita'' er þá borið fram „vitha“ {{IPA-is|vɪːtʰa}} en ekki „vida“ {{IPA-is|vɪːta}} eins og flestir aðrir landsmenn gera, það kallast '''linmæli'''. Harðmæli gerir þó ekki þessi lokhljóð fráblásin ef þau koma á eftir órödduðum hljóðum, allir bera ''spila'' fram sem „sbila“ {{IPA-is|spɪːla}} en enginn „sphila“ {{IPA-is|spʰɪːla}}.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://notendur.hi.is/eirikur/hoi.pdf|titill=Hljóðfræði og hljóðritun|höfundur=Eiríkur Rögnvaldsson|ár=2013}}</ref>
* {{anchor|anchor=Raddaður framburður}}'''Raddaður framburður''' þekkist á austanverðu Norðurlandi og norðanverðu Austurlandi. Þá er ''bolti'' borið fram sem „bol-ti“ {{IPA-is|pɔltʰɪ}} en ekki „bohldi“ {{IPA-is|pɔl̥tɪ}} og ''seinka'' borið fram sem „sein-ka“ {{IPA-is|seiŋkʰa}} en ekki „seihn-ga“ {{IPA-is|seiŋ̊ka}}.<ref name=":0" />
* {{anchor|anchor=hv-framburður}}'''''hv''-framburður''' þekkist á Suðurlandi. Flestir Íslendingar bera ''hvaðhvar'' fram sem „kvar“ {{IPA-is|kʰvaːr}}, en í ''hv-''framburði er orðið borið fram „'''h'''(v)ar“ ({{IPA-is|xaːr}}, {{IPA-is|xvaːr}} eða {{IPA-is|xʷaːr}}),<ref name=":0" /> hljóðið er nokkuð svipað eins og þegar [[Elvis Presley]] segir ''what''.
* '''''bð''-, ''gð''-framburður''' þekkist á austanverðu Norðurlandi. Þar kemur fram [[lokhljóð]] á undan [ð], ''hafði'' er þá borið fram „habði“.<ref name=":0" />
* '''''ngl''-framburður''' þekkist á Norðurlandi. Þar er borið fram [[lokhljóð]] í [ngl], líkt og stafsetningin bendir til. Orð eins og ''dingla'' er þá borið fram „dín-'''g'''la“ {{IPA-is|tiŋkla}} en ekki „dínla“ {{IPA-is|tiŋla}}.<ref name=":0" />
Óskráður notandi