„Íslenskar mállýskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
* {{anchor|anchor=hv-framburður}}'''''hv''-framburður''' þekkist á Suðurlandi. Flestir Íslendingar bera ''hvað'' fram sem „kvar“ {{IPA-is|kʰvaːr}}, en í ''hv-''framburði er orðið borið fram „'''h'''(v)ar“ ({{IPA-is|xaːr}}, {{IPA-is|xvaːr}} eða {{IPA-is|xʷaːr}}),<ref name=":0" /> hljóðið er nokkuð svipað eins og þegar [[Elvis Presley]] segir ''what''.
* '''''bð''-, ''gð''-framburður''' þekkist á austanverðu Norðurlandi. Þar kemur fram [[lokhljóð]] á undan [ð], ''hafði'' er þá borið fram „habði“.<ref name=":0" />
* '''''ngl''-framburður''' þekkist á Norðurlandi. Þar er borið fram [[lokhljóð]] í {{IPA-is|[ngl}}], líkt og stafsetningin bendir til. Orð eins og ''dingla'' er þá borið fram „dín-'''g'''la“ {{IPA-is|tiŋkla}} en ekki „dínla“ {{IPA-is|tiŋla}}.<ref name=":0" />
* '''''rn''-, ''rl''-framburður''' þekkist í [[Austur-Skaftafellssýsla|Austur-Skaftafellssýslu]]. Í stað þess að bera ''barnið'' fram sem „bardnið“ eða „badnið“, og ''karlinn'' fram sem „kardlin“ eða „kadlin“, þá kemur ekkert [[lokhljóð]] fyrir og framburðurinn verður „bar-nið“ {{IPA-is|parnɪð}} og „kar-lin“ {{IPA-is|kʰarlɪn}}.<ref name=":0" />
* {{anchor|anchor=Vestfirskur einhljóðaframburður}}'''Vestfirskur einhljóðaframburður''' kemur fyrir á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og notar [[einhljóð]] en ekki [[tvíhljóð]] á undan sumum [[Nefhljóð|nefhljóðum]]. Orðið ''banki'' borið fram sem „ban-ki“ {{IPA-is|paɲ̊cɪ}} en ekki „bánki“ {{IPA-is|pauɲ̊cɪ}}, orðið ''lengur'' er borið fram sem „le-ngur“ {{IPA-is|lɛŋkʏr}} en ekki „leingur“ {{IPA-is|leiŋkʏr}}.<ref name=":0" />