„Íslenskar mállýskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Mállýskur''' eru ekki áberandi í íslensku, Ísland er talið nær mállýskulaust og skiptist ekki greinilega upp í mállýskusvæði. Hins vegar...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
* '''''ngl''-framburður''' þekkist á Norðurlandi. Þar er borið fram [[lokhljóð]] í [ngl], líkt og stafsetningin bendir til. Orð eins og ''dingla'' er þá borið fram „dín-'''g'''la“ [tiŋkla] en ekki „dínla“ [tiŋla].'''<ref name=":0" />'''
* '''''rn''-, ''rl''-framburður''' þekkist í [[Austur-Skaftafellssýsla|Austur-Skaftafellssýslu]]. Í stað þess að bera ''barnið'' fram sem „bardnið“ eða „badnið“, og ''karlinn'' fram sem „kardlin“ eða „kadlin“, þá kemur ekkert [[lokhljóð]] fyrir og framburðurinn verður „bar-nið“ [parnɪð] og „kar-lin“ [kʰarlɪn].'''<ref name=":0" />'''
* {{anchor|Vestfirskur einhljóðaframburður}}'''Vestfirskur einhljóðaframburður''' kemur fyrir á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og notanotar [[einhljóð]] en ekki [[tvíhljóð]] á undan sumum [[Nefhljóð|nefhljóðum]]. Orðið ''banki'' borið fram sem „ban-ki“ [paɲ̊cɪ] en ekki „bánki“ [pauɲ̊cɪ], orðið ''lengur'' er borið fram sem „le-ngur“ [lɛŋkʏr] en ekki „leingur“ [leiŋkʏr].'''<ref name=":0" />'''
* {{anchor|Skaftfellskur einhljóðaframburður}}'''Skaftfellskur einhljóðaframburður''' er það einkenni á [[Framburður|framburði]], að stafirnir ''a, e, i, o, u,'' og ''ö'' eru bornir fram sem einhljóð á undan „gi“ (t.d. er orðið „lögin“ borið fram sem „lö-jin“ [ˈlœːjɪn] frekar en „lau-jin“ [ˈlœijɪn], og „snagi“ er borið fram sem „sna-ji“ [stnaːjɪ] en ekki „snæ-ji“ [stnaijɪ]).<ref name=":0" /> En þessi framburður er á undanhaldi.