Munur á milli breytinga „Þór (norræn goðafræði)“

ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Mårten Eskil Winge - Tor's Fight with the Giants - Google Art Project.jpg|left|thumb|''Þór ferst við jötna'' (1872) eftir [[Mårten Eskil Winge]]]]
{{Norræn goðafræði}}
'''Þór''' sem einnig er kallaður '''Ása-Þór''' eða '''Öku-Þór''' (''hann heitir á [[Þýska|þýsku]] Thor/Donar, Þórr á [[Forn-norræna|norrænu]] og Þunor á [[Fornenska|fornensku]]'') er þrumuguð í [[Norræn goðafræði|norrænni goðafræði]]. Hann er sterkastur allra [[Æsir|ása]] og sagður verndari ása og manna. Honum er oft lýst sem sterklegum og rauðskeggjuðum með stingandi augnaráð. Þór er mest dýrkaður allra Ása að fornu og nýju.
 
 
== Fjölskylduhættir ==
[[Mynd:Mårten Eskil Winge - Tor's Fight with the Giants - Google Art Project.jpg|left|thumb|''Þór ferst við jötna'' (1872) eftir [[Mårten Eskil Winge]]]]
Hann er sonur [[Óðinn|Óðins]] og [[Jörð (gyðja)|Jarðar]], verndari mannanna og Miðgarðs. Kona hans er [[Sif]] og börn þeirra eru [[Þrúður]] og Móði en einnig á Þór soninn [[Magna]] með jötunmeynni [[Járnsaxa|Járnsöxu]]. Einnig átti Sif son sem var stjúpsonur Þórs. Hann hét Ullur. Í ''Snorra-Eddu'' segir: „Ullur heitir einn, sonur Sifjar, stúpsonur Þórs. Hann er bogmaður svo góður og skíðfær svo að enginn má við hann keppast. Hann er fagur álitum og hefur hermanns atgervi. Á hann er og gott að heita í einvígi.“<ref name=":0">Snorri Sturluson, ''Gylfaginning'' 31.</ref>
 
== tilvísanir ==
{{wikiorðabók|Þór|Þór}}{{commonscat|Thor|Þór}}{{reflist}}
{{Norræn goðafræði}}
 
[[Flokkur:Æsir]]
[[Flokkur:Norræn goðafræði]]