Munur á milli breytinga „Sergio Mattarella“

ekkert breytingarágrip
(Óþarfi að taka þetta fram, gildir um alla forseta Ítalíu.)
Bróðir hans, [[Piersanti Mattarella]], var forseti Sikileyjar frá 1978 til 1980 þegar hann var skotinn til bana af [[Antonio Rotolo]] að fyrirskipun mafíuforingjanna á Sikiley sem höfðu ákveðið það á fundi. Enginn var þó fundin sekur um morðið og Rotola aldrei dæmdur fyrir það. Mafían var ekki ánægð með hve hart Piersanti gekk gegn henni og taldi sig í fyrstu eiga þar góðan bandamann því faðir þeirra hafði átt vinaleg samskipti við hana.
 
Mattarella tók nokkuð umdeilda ákvörðun árið 2018 þegar hann neitaði að veita nýrri ríkisstjórn [[Fimmstjörnuhreyfingin|Fimmstjörnuhreyfingarinnar]] og [[Lega Nord|Norðurbandalagsins]] viðurkenningu sína.<ref name=mbl>{{Cite news Vefheimild|titletitill=Neitaði að skipa ráðherra |datemánuður=28.5. maí|ár=2018|accessdatemánuðurskoðað=14. júlí |árskoðað=2018|publisherútgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/05/28/neitadi_ad_skipa_radherra/}}</ref> Ástæðan var útnefning þeirra á evruandstæðingnum [[Paolo Sa­vona]] í embætti fjármálaráðherra. Forseti Ítalíu hefur vald til þess að synja nýrri ríkisstjórn um staðfestingu en þessu valdi hafði aðeins þrisvar verið beitt áður. [[Luigi Di Maio]] leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar hótaði í kjölfarið að kæra Mattarella fyrir landráð. Að endingu féllst Mattarella á að staðfesta nýju ríkisstjórnina að því gefnu að annar fjármálaráðherra yrði útnefndur.
 
==Tilvísanir==