„Dwight D. Eisenhower“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
Eisenhower var hófsamur íhaldsmaður sem viðhélt stofnunum [[Ný gjöf|Nýju gjafarinnar]] og jók við útgjöld til velferðarmála. Hann beitti sér hljóðlega gegn ofríki [[Joseph McCarthy|Josephs McCarthy]] og stuðlaði að endalokum [[McCarthyismi|McCarthyismans]] með því að vísa til friðhelgi forsetans og neita McCarthy þannig um aðgang að ýmsum einkasamtölum embættismanna. Eisenhower skrifaði undir mannréttindalöggjöf árið 1957 og sendi hermenn til þess að láta framfylgja skipunum alríkisdómstóls um að aðskilnaði kynþátta í skólum í Little Rock í [[Arkansas]] yrði hætt. Á stjórnartíð Eisenhowers ríkti mikil efnahagsfarsæld í Bandaríkjunum að undanskyldri stuttri kreppu árið 1958.
 
Í kveðjuávarpi sínu til Bandaríkjamanna árið 1963 lýsti Eisenhower yfir áhyggjum af óhóflegum fjárframlögum Bandaríkjamanna til hernaðarmála og yfir því að stjórnvöld gerðu samninga við vopnaframleiðendur. íHann einkaeiguvaraði við áhrifum [[Hergagnaiðnaðurinn|hergagnaiðnaðarins]] á ákvarðanir stjórnvalda og brýndi fyrir landsmönnum að nauðsynlegt væri að fylgjast grannt með samsteypu hergagnaiðnaðar og vexti hennar.
 
Í könnunum Gallup mældist Eisenhower þrettán sinnum dáðasti maður Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gallup.com/poll/1678/most-admired-man-woman.aspx|titill=Most Admired Man and Woman|útgefandi=Gallup, Inc.|mánuðurskoðað=17. janúar|árskoðað=2019}}</ref>