„Írókesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Írókesar''', einnig þekktir sem '''Haudenosaunee''', eru sögulega mikilvægt bandalag [[frumbyggjar Ameríku|frumbyggja]] í norðausturhluta [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] sem tala ýmis [[írókesamál]]. Á nýlendutímanum kölluðu Frakkar þá „Írókesasambandið“ eða „Írókesabandalagið“ en Englendingar „þjóðirnar fimm“ og síðar (eftir [[1722]]) „þjóðirnar sex“ sem náði yfir [[móhíkanar|móhíkana]], [[ónondagar|ónondaga]], [[óneidar|óneida]], [[kajúgar|kajúga]], [[senekar|seneka]] og [[tuskarórar|tuskaróra]].
 
Bandalagið varð til einhvern tíma á 15. eða 16. öld. Samkvæmt sögnum voru það höfðingjarnir [[Hiawatha]] og [[Dekanawida]] sem upphaflega sömdu um frið milli þjóðanna. Það varð fljótt öflugasta bandalag frumbyggjaþjóða í norðausturhluta Ameríku. Árið 1609 hófu þeir [[Bjórstríðin]] gegn frönskum landnemum og [[húronar|húronum]] sem voru bandamenn þeirra. Stríðin stóðu allan fyrri hluta 17. aldar en þrjár af þjóðunum sömdu um frið við Frakka árið [[1665]] eftir að [[bólusótt]] hafði komið upp nokkrum sinnum meðal þeirra. Í [[Stríð Vilhjálms konungs|Stríði Vilhjálms konungs]] 1688 til 1697 gerðu írókesar bandalag við Englendinga gegn Frökkum og í [[Stríð Frakka og indíánaindjána|Stríðumstríðum Frakka og indíána]] á 18. öld stóðu þeir áfram með Englendingum þótt oft reyndi á samkomulagið. Þegar [[Bandaríska frelsisstríðið]] hófst reyndu þeir upphaflega að halda hlutleysi en brátt tóku tuskarórar og óneidar upp málstað nýlendnanna meðan hinar þjóðirnar voru áfram trúar bandalaginu við [[Bretland]]. Móhíkanahöfðinginn [[Joseph Brant]] leiddi þannig margar herfarir gegn bandarískum uppreisnarmönnum. Eftir stríðið settust margir írókesar að á [[Grand River-verndarsvæðið|Grand River-verndarsvæðinu]] á norðurströnd [[Erie-vatn]]s í [[Kanada]].
 
Í gegnum hernám og fólksflótta hafa margar frumbyggjaþjóðir orðið hluti írókesa í gegnum tíðina. Árið 2010 töldust 45.000 Kanadabúar og yfir 80.000 Bandaríkjamenn til írókesa.