„Fjöður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Fjaðrir''' eru úr [[hornefni]] og vaxa út úr [[húð]] [[fugl]]a. Þær gegna mörgum hlutverkum: Þær gera fuglum kleift að fljúga, halda á þeim hita, verja þá gegn vætu, eru [[felubúningur]] og eru notaðar til [[samskipti|samskipta]]. Fjaðrir sem gegna mismunandi hlutverkum eru ólíkar í uppbyggingu. Fuglar eru einu dýrin sem bera fjaðrir og flestir fuglar eru með [[fjaðrahamur|fjaðraham]] sem þekur allan líkamann nema [[fótur|fæturna]], [[goggur|gogginn]] og svæðið kringum [[auga|augun]].
 
Fjaðrir vaxa úr litlum holum á [[yfirhúð]]inni, húðlaginu sem framleiðir [[hornefni]] (beta-[[keratín]]). Fjaðrir, klær og goggar myndast úr keratínstrengjum. Til eru tvær megintegundir af fjöðrum: ''þekjufjaðrir'' og ''dúnfjáðrir''. Þekjufjaðrir vaxa um allan líkamann. Þær eru yfirleitt stórar og stinnar og einkennast af fjöðurstaf í miðju en út frá honum vaxa [[fanir]]. Þær skiptast í fanargeisla sem tengjast saman með fanarkrókum og virðast því heilar. [[Dúnfjöður|Dúnfjaðrir]] vaxa undir þekjufjöðrum og eru litlar og mjúkar. Fáeinar tegundir fugla bera líka fjaðrir sem líta út eins og [[hár]] og vaxa milli dúnfjaðranna. ''Flugfjaðrir'' kallast þær fjaðrir sem fuglarnir nota aðallega þegar þeir fljúga. Þær eru á [[vængur|vængjum]] og [[stél]]i.
 
Menn hafa lengi nýtt fjaðrir til ýmissa hluta. Þær hafa til dæmis verið festar á [[ör]]var til að fleygja þeim áfram í loftinu og [[fjaðurpenni|fjaðurpennar]] voru helstu [[skriffæri]] manna allt þar til pennaoddar úr málmi komu til sögunnar. Dúnn heldur líka mjög vel hita og hefur lengi verið notaður í [[sæng]]ur og kodda, svo og til að einangra yfirhafnir og svefnpoka. [[Æðardúnn]] veitir bestu einangrunina en gæsadúnn kemur þar á eftir.