„Sigríður Eyrún Friðriksdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Mewtwowimmer (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Mewtwowimmer (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Sigríður er annar helmingur dúettsins VIGGÓ OG VÍÓLETTA ásamt Bjarna Snæbjörnssyni. Þau eru Söngleikjakóngur og –drottning Íslands og haustið 2011 frumsýndu þau sinn eigin Sjálfshjálparsöngleik í sýningunni Uppnám í Leikhúskjallaranum (Þjóðleikhúsið).
 
Hún hefur starfað sem leikari við Borgarleikhúsið (Grettir og [[Jesus Christ Superstar]]) og er fastráðinn leikari hjá Sýrlandi Hljóðsetningu við að talsetja teiknimyndir og auglýsingar. Teiknimyndapersónur sem hún hefur ljáð rödd sína (hjá Sýrlandi og annars staðar) eru m.a.: Eydís í ''[[Finnboga og Felix]]'', Diego í ''Diego'', Ungfrú Málglöð/Sól/Hrekkjótt/Stríðin í ''Herramönnum'', ''[[Jimmy Neutron]]'', Hrappur/Selma/ofl í ''Bubby Byggir bíómyndinni'', mamman í ''[[Coraline]]'', Múmínsnáði/Múmínmamma/Mía litla í ''Múmínálfunum'' (RÚV 2011) og fleiri teiknimyndir.
 
Sigga leikur Silju vinkonu Lóu Ókurteisu í Söngvaborg 5 og veturinn 2010-2011 lék hún Rósalind prinsessu og Ástrósu skógarstelpu í Stundinni Okkar í Ríkissjónvarpinu. Þeir sem sáu Jólaævintýri Smáralindar jólin 2007 muna kannski eftir henni sem Hönnu litlu sem bjargaði jólunum frá Trölla.