„Abraham Lincoln“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 50:
 
Forystu Lincolns er gjarnan þakkað fyrir að hafa unnið bug á uppreisn Suðurríkjanna og haldið bandaríska alríkinu saman. Þann 1. janúar árið 1863 gaf Lincoln út svokallaða „frelsisyfirlýsingu“ (enska: ''Emancipation Proclamation'') þar sem því var lýst yfir að allir þrælar á yfirráðasvæði suðurríkjanna skyldu látnir lausir og þrælahald bannað.<ref>{{Vísindavefurinn|16734|Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000553067
|titill=Hvers vegna var þrælahald afnumið í Bandaríkjunum?|höfundur=Lára Magnúsdóttir|útgefandi=''[[Sagnir]]''|ár=19961993|mánuður=1. júní|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=18. desember}}</ref> Tilskipun Lincolns var réttlætt með vísun til stríðsástandsins sem þá ríkti, en til lengri tíma var hún ekki reist á traustum lagalegum grunni. Lincoln var því mjög í mun að koma á stjórnarskrárbreytingu sem skyldi banna þrælahald fyrir fullt og allt áður en styrjöldinni lyki. Stjórn Lincolns tókst að koma því til leiðar að [[þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna]] var samþykktur á fulltrúadeildinni í apríl 1864 og á öldungadeildinni í janúar 1865.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=159}}</ref> Með þessum viðauka var þrælahald formlega bannað með lögum í Bandaríkjunum.
 
Lincoln var endurkjörinn til annars kjörtímabils árið 1864 og hóf annað kjörtímabil sitt árið 1865, á meðan stríðið geisaði enn.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=168}}</ref> Stríðið hafði snúist alríkismönnunum í vil árið 1863 og flestum var ljóst að uppreisnin yrði barin niður. Þann 5. apríl árið 1865 gafst [[Robert E. Lee]], æðsti herforingi Suðurríkjasambandsins, formlega upp fyrir [[Ulysses S. Grant]] yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna. Lincoln forseti lýsti yfir lokum styrjaldarinnar þann 11. apríl.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=158}}</ref>