„Abraham Lincoln“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
:„Án óvildar til neins, með góðvild til allra“.<ref>{{Vefheimild|titill=„Hvar sem tveir á fjalli fundust ...“|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3304281|mánuður=13. febrúar|ár=1966|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=18. desember}}</ref>
 
Eitt helsta baráttumál Lincolns var að binda enda á þrælahald og varð það stór þáttur í sigri hans í forsetakosningunum árið 1860. Þegar Lincoln tók við embætti í mars 1861 voru sjö suðurríkjanna sem vildu halda áfram þrælahaldi búin að segja sig úr lögum við Bandaríkin og stofnað með sér [[Suðurríkjasambandið]]. [[Bandaríska borgarastríðið]] eða þrælastríðið hófst 12. apríl 1861 og lauk 3. apríl 1865 með ósigri suðurríkjanna. Þó rétturinn til að stunda þrælahald hafi verið deiluefnið sem leiddi til stríðsins var það þó ekki ástæða þess að þrælastríðið var háð, því eining ríkisins var Lincoln alla tíð efst í huga. Árið 1863 gaf Lincoln þrælum í suðurríkjunum frelsi með frelsisveitingunni (e: ''emancipation proclamation'').<ref name="thinkquest">http://library.thinkquest.org/3055/netscape/people/lincoln.html</ref><ref>{{Vefheimild|titill=The 'Great Emancipator' and the Issue of Race|url=http://www.ihr.org/jhr/v13/v13n5p-4_Morgan.html|höfundur=Robert Morgan|útgefandi=''The Journal of Historical Review''|tungumál=[[enska]]|ár=1993|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=9. janúar}}</ref>
 
Árið 1864, meðan stríðið var enn ekki útkljáð var Lincoln endurkjörinn forseti með miklum yfirburðum. Sex dögum eftir að herir suðurríkjanna gáfust upp var Lincoln hins vegar myrtur af leikaranum [[John Wilkes Booth]] en hann stóð með [[Suðurríkin|Suðurríkjunum]] í Þrælastríðinu.<ref name="thinkquest" /> Lincoln er einn fjögurra forseta Bandaríkjanna sem hafa verið ráðnir af dögum meðan þeir sátu í embætti. Bandarískir sagnfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að Lincoln sé einn áhrifamesti og mikilvægasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna.