„Wilfrid Laurier“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Forsætisráðherra | nafn = Wilfrid Laurier | búseta = | mynd = The Honourable Sir Wilfrid Laurier Photo A (HS85-10-16871) cropped.jpg | myndastærð...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Forsætisráðherra
| forskeyti = Sir
| nafn = Wilfrid Laurier
| búseta =
Lína 39 ⟶ 40:
Árið 1887 sagði [[Edward Blake]], formaður Frjálslynda flokksins, af sér og Laurier var kjörinn til að taka við embættinu. Laurier vakti mikla athygli og vann sér inn mikla virðingu innan flokksins á árum sínum í stjórnarandstöðu. Sem leiðtogi kanadísku stjórnarandstöðunnar talaði Laurier gegn tollaverndarstefnu í Kanada og gegn [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólsku]] klerkavaldi í Québec.<ref name=almanak/>
 
Laurier tók harða afstöðu í deilu sem átti sér stað um skólalög í [[Manitoba]] á lokaárum 19. aldar. Deilt var um hvort ríkið skyldi áfram reka sérstaka, aðskilda skóla fyrir frönskumælandi kaþólikka annars vegar og fyrir enskumælandi mótmælendur hins vegar í fylkinu. Lögin um kaþólsku skólana höfðu verið sett þegar franskir kaþólikkar voru í meirihluta í Manitoba en með æ stærri íbúahóp enskumælandi mótmælenda var farið að líta á lögin sem tímaskekkju. Fylkisstjórn Manitoba lagði niður kaþólsku skólana árið 1890 en þar sem sú lagasetning braut í bága við hina fyrri varð málið að langvinnu þrætuepli í kanadískum stjórnmálum. Ríkisstjórn [[Íhaldsflokkurinn (Kanada)|Íhaldsflokksins]] var klofin í afstöðu sinni til málsins en Laurier, þrátt fyrir að vera sjálfur franskur kaþólikki, beitti sér af öllu afli gegn því að kaþólsku skólarnir yrðu settir á ný þar sem hann taldi fylkið hafa sjálfsákvörðunarrétt í málinu. Laurier vann sér einkum inn óvild kaþólskra biskupa í skólamálinu en þrátt fyrir áróður þeirra gegn honum vann Frjálslyndi flokkurinn stórsigur í kosningum árið 1896 og Laurier varð forsætisráðherra Kanada.<ref name=almanak/>
 
Eftir að Laurier komst til valda kynnti hann málamiðlun í Manitoba-deilunni og stakk upp á því að kaþólikkum skyldi boðið upp á kaþólska ríkismenntun eftir tilvikum á stöðum þar sem nógu margir kaþólikkar væru búsettir. Þessi málamiðlun sefaði flesta og þótti Laurier almennt hafa leyst deiluna með prýði.