„Stálfjallsnáma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Brúnkol (surtarbrandur). '''Stálfjallsnáma''' er gömul surtarbrandsnáma í Stálfjalli á [[Barðast...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
Margir munu hafa látið sig dreyma stóra drauma um námavinnslu í Stálfjalli þótt enginn viti í raun hve mikinn surtarbrand er þar að finna. Meðal annars litu Danir hýru auga til kolanna í Stálfjalli því mikill eldsneytisskortur var í Danmörku á styrjaldarárunum. Eiginlegur námagröftur komst þó varla af stað og lítið af kolunum sem unnið var komst á markað, enda reyndist vinnslan mun erfiðari og kostnaðarsamari en ráð hafði verið fyrir gert og gæði kolanna voru heldur ekki jafnmikil og búist var við. Varð námafélagið brátt gjaldþrota og vinnslan lagðist þá af og húsin voru seld til niðurrifs. Enn má þó sjá námagöngin þótt sum þeirra séu hálfhrunin eða lokuð.
 
Í grein um ferð í Barðastrandasýslu árið 1916 segir kemur fram að húsið á Saurbæ á Rauðasandi er hitað upp með kolum úr Stálfjalli og er því lýst svona: “Þar sá jeg kolin úr Stálfjallshlíðunum. Sögðu konur mjer að þau hefðu gert ofninn eldrauðann að utan, og lifði í þeim eldur alla nóttina og fram á dag. Sögðu þær að þau væru betri en besti mór þar, og er hann þó víða góður þar; 8 þumla þykt væri besta kolalagið, en mikið rusl fylgdi oft með kolum þessum.”
 
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1200836|titill=Kolin og kolanámurnar íslensku. Morgunblaðið, 15. apríl 1917.}}
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1201300|titill=Ísland í dönskum blöðum: Kolagröfturinn í Stálfjalli. Morgunblaðið, 26. júlí 1917.}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2278044 Ferð um Barðastrandasýslu 1916,Lögrétta, 39. tölublað (23.08.1916), Blaðsíða 144 ]
 
[[Flokkur:Námavinnsla á Íslandi]]
[[Flokkur:Vestur-Barðastrandarsýsla]]