„Mitt Romney“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 45:
Mitt Romney varð endanlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi repúblikana 28. ágúst árið 2012 þar sem hann fékk 2061 atkvæði kjörbærra manna og kvenna á landsfundi Repúblikanaflokksins sem haldinn var í Tampa, Flórída. Það var nærri helmingi meira en til þurfti eða 1144 atkvæði. Á meðan landsfundinum stóð fengu þeir Romney og Ryan mikin stuðning frá samflokksmönnum sínum þar sem meðal annars John McCain, fyrrum andstæðingur Romney, hafði þau orð upp að engum manni væri eins vel treystandi í dag eins og Romney. Romney komst í fyrirsagnir helstu dagblaðanna eftir fyrstu kappræðurnar milli hans og Obama snemma í október. Þar hélt hann uppi sterkum málflutningi og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeim og fékk því mikið fylgi með sér. Næstu tvær kappræður fóru þó ekki eins vel fyrir Romney þar sem Obama kallaði hann út fyrir að vera lygara eða fara frjálslega með sannleikann. Mitt Romney tapaði svo kosningabaráttunni fyrir Barack Obama, hann viðurkenndi ósigur sinn opinberlega þann 7. nóvember 2012. <ref>[http://www.biography.com/people/mitt-romney-241055 „Mitt Romney Biography“] af biography.com Skoðað 30. okt 2012</ref> <ref>[http://elections.msnbc.msn.com/ns/politics/candidate/Mitt-Romney#.UJqG5IdLN70 „Mitt Romney News“] af msnbc.com Skoðað 31. okt 2012</ref> <ref>[http://www.bbc.co.uk/news/world-us-canada-20234161 „Romney admits defeat and congratulates Obama“] af bbc.com Skoðað 7. nóv 2012</ref>
 
Romney var kjörinn á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]] fyrir Utah í þingkosningum árið 2018. Hann tekurtók sæti á þinginu í byrjun árs 2019.
 
== Heimildir ==