„Charles de Gaulle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 55:
Í [[nóvember]] [[1958]] hlutu de Gaulle og stuðningsmenn hans (upphaflega sem ''Union pour la Nouvelle République-Union Démocratique du Travail'', síðan sem ''Union des Démocrates pour la Vème République'' og loks ''Union des Démocrates pour la République'' (Samband lýðræðissinna í lýðveldinu)) rúman meirihluta þingsæta og 78% þingmanna kusu de Gaulle forseta. Hann sór embættiseið í [[janúar]] [[1959]].
 
Hann tók á efnahagsmálum með [[myntbreyting]]u, þar sem nýi [[frabskurfranskur franki|frankinn]] jafngilti 100 gömlum. Hann stóð andspænis bæði [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Sovíetríkin|Sovíetríkjunum]] í viðleitni sinni til að styrkja stöðu frjáls Frakklands með eigin [[kjarnorkuvopn]]um. Hann var stuðningsmaður frjálsrar [[Evrópa|Evrópu]] og kom á fót fransk-þýsku samstarfi sem hornstein [[Efnahagsbandalag Evrópu|Efnahagsbandalagi Evrópu]] (síðar [[Evrópusambandið]]) með fyrstu opinberu heimsókn fransks þjóðhöfðingja til Þýskalands frá tímum [[Napóleón]]s.
 
Í [[janúar]] [[1963]] beitti hann neitunarvaldi til að koma í veg fyrir aðild Bretlands að [[Efnahagsbandalag Evrópu|Efnahagsbandalagi Evrópu]] með tilvísun til trúar sinnar á því að Bretar sættu sig ekki við reglur bandalagsins og að Bretar kysu heldur að starfa með bandamönnum sínum í vestri, Bandaríkjunum og [[Breska samveldið|Samveldislöndunum]]. De Gaulle sættist á hugmyndina um sjálfstæði Alsír þar sem hann taldi að, þótt stríðið í Alsír væri sigranlegt þá væri það ekki verjandi á alþjóðavettvangi. Hann kom á vopnahléi í Alsír í [[mars]] [[1962]] og þjóðaratkvæðagreiðsla þar leiddi til sjálfstæðis í [[júlí]] sama ár.