„Wernher von Braun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
 
==Æviágrip==
Wernher von Braun var annar þriggja sona barónsins Magnúsar von Braun, eins þekktasta stjórnmálamanns [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]],<ref name=heimilistími>{{cite newsVefheimild|titletitill=Manneskjan að baki nafninu: Wernher von Braun|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3579402
|publisherútgefandi=''Heimilistíminn''|datemánuður=23. október |ár=1975|accessdatemánuðurskoðað=16. september |árskoðað=2018}}</ref> og barónessunnar Emmy von Quistorp. Á unga aldri var hann draumóramaður og sagðist vilja „hjálpa til við að snúa hjólum tímans“. Hann varð svo hugfanginn af vísindaskáldsögum [[Jules Verne]] og [[H. G. Wells|H. G. Wells]] og fræðibókum vísindamannsins [[Hermann Oberth|Hermanns Oberth]] um eldflaugar að hann ákvað að helga sig eldflaugafræði.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|3347|Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?}}</ref>
 
Braun fékk mikinn áhuga á geimferðum á unglingsárum og gerðist félagi í þýska eldflaugafélaginu árið 1929. Félagið fékk til umráða eigin eldflaugastöð árið 1930, 120 hektara mýrlendi í [[Reinickendorf]] nærri Berlín.<ref name=heimilistími/> Braun fékk vinnu við að þróa skotflaugar hjá þýska hernum árið 1932 og tók doktorspróf í eldflaugaverkfræði árið 1934, aðeins 22 ára gamall.<ref name=vísindavefur/>
Lína 34:
 
===Störf fyrir Bandaríkjamenn===
Þegar ljóst var í byrjun ársins 1945 að Þýskaland ætti ósigur vísan í stríðinu skipulagði Braun uppgjöf sína og 500 annarra eldflaugaverkfræðinga til Bandaríkjanna. Hann gekk síðan til liðs við Bandaríkjamenn og fékk starf hjá [[Bandaríkjaher|bandaríska hernum]] við þróun skotflauga. Hann hlaut bandarískan ríkisborgararétt þann 14. apríl 1955.<ref name=vísindavefur/> Eftir að hafa flutt til Bandaríkjanna bað Braun frænku sinnar, Maríu von Quirstorp, og giftist henni þann 1. mars 1947. Hjónin eignuðust þrjú börn. Braun varð þekktasti og sýnilegasti talsmaður geimkönnunar Bandaríkjamanna á sjötta og sjöunda áratugnum.<ref name=fálkinn>{{cite newsVefheimild|titletitill=Wernher von Braun vill komast til mánans|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4374128|publisherútgefandi=''Fálkinn''|datemánuður=30. janúar |ár=1959|accessdatemánuðurskoðað=17. september |árskoðað=2018}}</ref> Hann skrifaði fjölda greina til að vekja áhuga Bandaríkjamanna á geimkönnun og starfaði jafnvel með [[Walt Disney]] við að framleiða geimkönnunarmyndir fyrir kvikmyndahús og sjónvarp.<ref name=fálkinn/>
 
Áhugi Bandaríkjamanna á geimkönnun stórjókst eftir [[Spútnikáfallið]] árið 1957. Bandaríkjamenn vildu ólmir jafna stöðuna eftir að Sovétmenn höfðu orðið fyrri til að senda gervitungl á sporbaug um jörðina. Braun var falið að hanna [[Júpíter C]]-gervitunglið til að jafna stöðuna. Braun tókst að senda þetta gervitungl út í geim þann 30. janúar 1958 og varð þjóðarhetja í Bandaríkjunum fyrir að hafa með þessu móti jafnað stöðuna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]].<ref name=heimilistími/>