Munur á milli breytinga „Hólavallagarður“

c
(lagaði tengil)
(c)
[[Mynd:Holavallagardur 01.jpg|thumb|right|Hólavallagarður á sólríkum degi.]]
[[Mynd:Cemetery (4543843090).jpg|thumbnail|Stæðilegt tré í garðinum.]]
'''Hólavallagarður''' (oft kallaður ''Suðurgötukirkjugarður'' eða ''Hólavallakirkjugarður'') er stór [[kirkjugarður]] í vesturbæ [[Reykjavík]]ur. Fyrst var grafið í hann árið [[1838]] og er hann stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá [[19. öld]]. Hann tók við af kirkjugarði [[Víkurkirkja (Reykjavík)|Víkurkirkju]] sem var þar sem nú er torg, oft nefnt fógetagarðurinn, á horni [[Aðalstræti]]s og [[Kirkjustræti]]s. Að honum liggja [[Suðurgata]] í austri, [[Hringbraut]] í suðri, [[Ljósvallagata]] í vestri og [[Hólatorg]] og [[Kirkjugarðsstígur]] í norðri. Elsti hlutinn er sá sem er næstur miðbænum, norðausturhornið. Nærri garðinum miðjum er klukknaport. Þegar búið var að úthluta öllum gröfum í garðinum árið [[1932]] tók [[Fossvogskirkjugarður]] við sem aðalkirkjugarður borgarinnar. Enn er þó stundum grafið í honum, í gamla fjölskyldugrafreiti sem hafa verið fráteknir lengi. Árið [[2003]] voru 28 grafnir þar, ýmist í kistum eða duftkerjum. [[Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma]] sjá um garðinn. Hann þjónar einnig sem [[grenndarskógur]] fyrir [[Melaskóli|Melaskóla]].
 
Legsteinar og krossar í garðinum eru eins fjölbreyttir og við má búast eftir tæpra tveggja alda notkun. Sumir steinarnir eru mjög stórir og veglegir, og bera menningarsögu Íslendinga vitni. Gróðurfar í garðinum er einnig fjölbreytt; þar er að finna á annað hundrað tegunda af jurtum og trjám, sem sýna m.a. hvað fólki hefur þótt við hæfi að gróðursetja á leiði fyrr á tíð. Má þar meðal annars finna mikið af [[greni]], [[garðahlynur|hlyn]], [[birki|björk]] og [[reynitré|reyni]], það elsta síðan á millistríðsárunum. Samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar frá 2003 fellur garðurinn undir hverfisvernd. Hún telst ekki vera formleg friðlýsing, en skoðast sem viljayfirlýsing borgaryfirvalda um að varðveita garðinn og að fara varlega við breytingar á honum. Fyrir utan tvær stækkanir á 19. og 20. öld, hefur garðinum lítið verið breytt. Um aldamótin [[2000]] voru megingangstígar hellulagðir og ljósker sett upp til viðbótar við nokkra ljósastaura sem þar voru fyrir. Krossar og grindverk úr járni setja svip sinn á garðinn, en hann mun vera einn fárra kirkjugarða í Evrópu þar sem slíkt var ekki tekið niður og brætt upp til hergagnaframleiðslu í stríðum 20. aldar. Múrinn sem umlykur Hólavallakirkjugarð þykir einnig merkur; hann er að hluta til hlaðinn en að hluta til steyptur. Lítið hefur verið hróflað við elsta hluta garðsins, og telst það ólíkt því sem gerist í öðrum gömlum norrænum kirkjugörðum, þar sem elstu hlutarnir eru gjarnan sléttaðir.
* [[Ingibjörg H. Bjarnason]], fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi og skólastýra
* [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir]], baráttukona fyrir kvenréttindum
* Fjólk sem lést af völdum Spænskuveikinnar árið 1918. Í garðinum eru a.m.k tvær fjöldagrafir. <references>http://www.visir.is/g/2018181118877 <references/>
<gallery>
File:Holavallagardur 03.jpg|Árni Þorsteinsson, Landfógeti.
137

breytingar