„Haf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Tengill á "vogur" vísaði á ranga síðu.
Lína 5:
Sjórinn hagar sér að mörgu leyti eins og [[andrúmsloft]] jarðar, hreyfingar og breytingar í loftslagi og höfum eru afar tengd. [[Vindur|Vindar]] valda hreyfingu á hafinu og í þeim myndast [[hafstraumar]]. Öldurnar sem myndast vegna þessara hreyfinga spila stóran þátt í mótun jarðar, þ.e. þegar öldur brotna á ströndum brjóta þær niður berg o.s.frv. [[Veður]]breytingar eru meiri og ofsafengnari yfir hafi en á landi þar sem hitabreytingar eru örari. Annað afl sem hefur mikil áhrif á höfin er aðdráttarafl [[tunglið|tungls]] og [[sólin|sólar]], en áhrif þess veldur svokölluðum [[sjávarföll]]um.
 
Sjónum er venjulega skipt í fimm [[úthaf|úthöf]], þ.e. [[Atlantshaf]], [[Kyrrahaf]], [[Indlandshaf]], [[Norður-Íshaf]] og [[Suður-Íshaf]] en þau skiptast síðan í minni flóa og höf. Þar sem höfin mæta [[eyjaklasi|eyjaklösum]] og [[meginland|meginlöndum]] verða til [[jaðarhaf|jaðarhöf]] og [[innhaf|innhöf]]. Minni hlutar hafs þar sem það mætir landi eru kallaðir [[sjór]], [[sund (landslagsþáttur)|sund]], [[vík]], [[vogur]], [[flói]] og [[fjörður]]. Manngerðir [[skipaskurður|skipaskurðir]], eins og [[Súesskurðurinn]] og [[Panamaskurðurinn]], eru gerðir til að tengja saman hafsvæði.
 
[[Ísland]] liggur á mörkum þriggja hafa: [[Grænlandshaf]]s, [[Íslandshaf]]s og [[Noregshaf]]s.