Munur á milli breytinga „Fyrri heimsstyrjöldin“

m
Eftir stríðsyfirlýsingu Austurríkis-Ungverja reiddu Serbar sig á stuðning [[Rússland|Rússa]] sem höfðu lengi verið bandamenn þeirra. Serbar höfðu beðið Rússa um að standa með sér nokkrum dögum áður en stríðsyfirlýsing Austurríkis-Ungverjalands var birt. [[Nikulás 2.]] Rússakeisari gaf þegar fyrirmæli um herútboð og var þá í raun að staðfesta þátttöku Rússlands yfirvofandi stríði. Þjóðverjar litu á þetta sem stríðsyfirlýsingu og urðu á undan Rússum til að lýsa yfir stríði með formlegum hætti, sem þeir gerðu þann 1. ágúst.
 
[[Frakkland|Frakkar]] voru í hernaðarbandalagi með Rússum og því var við því búist, í Þýskalandi, að Frakkland myndi taka þátt í stríðinu. Einnig voru Frakkar enn bitrir yfir ósigri í stríði þeirra við [[Prússland|Prússa]] árið 1871. Þýskir herforingjar töldu að þeir þyrftu að klára stríð við Frakkana áður en þeir gætu tekist á við Rússa, svo þeir myndu ekki þurfa að berjast á tveimur vígsöðvumvígstöðvum. Þjóðverjar lýstu yfir stríði á hendur Frökkum þann 3. ágúst.
 
[[Bretland]] lýsti yfir stríði á hendur Þjóðverjum 4. ágúst. Ein ástæða fyrir þátttöku Breta var sú að árið 1839 höfðu þeir lofað að verja hlutleysi [[Belgía|Belgíu]] ef til innrásar kæmi. Þjóðverjar höfðu nú krafið Belga um að leyfa sér að fara inn í landið til þess að ráðast þaðan inn í Frakkland, en Belgar höfnuðu og því réðust Þjóðverjar inn í Belgíu. Einnig var mikilvægt fyrir Breta að halda vináttu við Frakka og Rússa, bæði vegna viðskiptahagsmuna og vegna þess hve erfitt það gæti reynst að verja hin gríðarstóru landflæmi heimsveldisins ef til átaka kæmi við þessi lönd.