„Angela Merkel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 28:
 
==Æviágrip==
Angela Merkel (þá Kasner) fæddist árið 1954 í [[Hamborg]] í [[Vestur-Þýskaland]]i. Hún var aðeins nokkurra vikna gömul þegar foreldrar hennar fluttu með hana til Austur-Þýskalands, þar sem faðir hennar hafði fengið vinnu sem lúterskur prestur.<ref name=vera>{{cite web Vefheimild| url=http://www.ruv.is/frett/undraverdur-uppgangur-angelu-merkel | title titill= Undraverður uppgangur Angelu Merkel | author höfundur=Vera Illugadóttir| publisher útgefandi=RÚV | datemánuður=1. september |ár=2017| accessdate mánuðurskoðað= 1. september |árskoðað=2018}}</ref> Kasner lærði eðlisfræði í háskóla og fékk að námi loknu starf við rannsóknir í vísindaháskóla í [[Berlín]]. Í háskólanum kynntist hún samnemanda sínum, Ulrich Merkel, og giftist honum árið 1977. Hjónaband þeirra entist aðeins í fimm ár áður en þau skildu, en Angela hélt nafni fyrrum eiginmanns síns.<ref name=vera/>
 
Angela Merkel vakti á þessum tíma athygli austur-þýskra stjórnvalda og var jafnvel boðið starf hjá leyniþjónustunni [[Stasi]], sem hún afþakkaði með þeirri tylliástæðu að hún kynni ekki að þegja yfir leyndarmálum.<ref name=vera/> Merkel var ekki áhugasöm um stjórnmál á yngri árum sínum en var þó gagnrýnin á austur-þýsk stjórnvöld.