92
breytingar
== Samgöngur í Bolungarvík ==
Samgöngur Bolvíkinga landleiðina hafa löngum verið erfiðar og þar hafa orðið fjölmörg slys. Lengst af var farið um [[Óshlíð]], sem er hættuleg leið, brött og [[grjótskriða|skriðurunnin]] og hafa þar orðið fjölmörg slys á fólki. Fyrr á öldum var farið gangandi eftir götuslóða í hlíðinni. Fyrir aldamótin [[1900]] var slóðinn ruddur og reynt að halda honum við eftir það. Vegna grjóthruns og [[rof|sjávarrofs]] reyndist það erfitt. Á vetrum var vegurinn ófær vegna svellalaga og [[Snjóflóð|snjóflóða]] og neyddist fólk þá til að feta [[Fjara|fjöruna]]. Byrjað var að ryðja [[bílvegur|bílveg]] um Óshlíð [[1946]] og var hann tekinn í notkun haustið [[1949]]. Þar með var komið á vegasamband við [[Ísafjarðarkaupstaður|Ísafjörð]] og tenging við [[Þjóðvegur|þjóðveginn]]. [[Óshlíðarvegur]] þurfti mikið viðhald og var hættuleg og ótrygg samgönguleið. Mikið framfaraskref var því tekið þegar [[Bolungarvíkurgöng]], sem tengja saman [[Bolungarvíkurkaupstaður|Bolungarvík]] og [[Hnífsdalur|Hnífsdal]], voru tekin í notkun [[25. september]] [[2010]].<ref
== Myndasafn ==
|
breytingar