Munur á milli breytinga „Kristján Eldjárn“

m
 
==Forsetatíð (1968–1980)==
[[Mynd:Giant4.jpg|thumb|right|Kristján ásamt [[Jóhann Svarfdælingur|Jóhanni Svarfdælingi]].]]
Kristján bauð sig fram í [[Forsetakosningar á Íslandi 1968|forsetakosningum Íslands árið 1968]]. Kristján hafði verið tregur til að fara í framboð en menn á borð við [[Eysteinn Jónsson]], [[Lúðvík Jósepsson]] og [[Stefán Jóhann Stefánsson]] nauðuðu í Kristjáni að bjóða sig fram þar til hann lét loks til leiðast.<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=129}}</ref> Þessir menn vildu fyrir alla muni forðast það að [[Gunnar Thoroddsen]], varaformaður [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] og tengdasonur [[Ásgeir Ásgeirsson|Ásgeirs Ásgeirssonar]] fráfarandi forseta, yrði kjörinn forseti. Gunnar mældist í fyrstu með langmest fylgi í skoðanakönnunum og þótti sjálfsagður arftaki Ásgeirs og [[Sveinn Björnsson|Sveins Björnssonar]] á forsetastól. Eftir að þeir Kristján lýstu báðir formlega yfir framboðum sínum breyttust vindarnir hins vegar fljótt. Kristjáni var stillt upp sem alþýðlegum menntamanni sem nyti nánari tengsla við land og þjóð en atvinnustjórnmálamaðurinn Gunnar.<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=133}}</ref> Á kjördag vann Kristján öruggan sigur gegn Gunnari með um tveimur þriðju atkvæða.