„Kristján Eldjárn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 65:
Sem forseti hafði Kristján jafnan ekki afskipti af stjórnmálum landsins og taldi sig ekki hafa rétt til þess að synja lögum staðfestingar nema í algerum neyðartilfellum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=142}}</ref> Kristján féllst á umdeilda beiðni [[Ólafur Jóhannesson (f. 1913)|Ólafs Jóhannessonar]] forsætisráðherra um [[þingrof]] árið 1974 þrátt fyrir að vafamál væri hvort forseta bæri skylda til þess að verða að ósk forsætisráðherrans um þingrof í óþökk alþingis.<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=146}}</ref>
 
Þrátt fyrir að reyna að viðhalda hlutleysi forsetans í stjórnmálum neyddist Kristján til þess að grípa inn í stjórnarmyndunarviðræður árið 1979 eftir langa stjórnarkreppu og röð stuttlífra ríkisstjórna. Kristján gerði leiðtogum Sjálfstæðisflokksins og [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] ljóst að ef þeim tækist ekki að mynda ríkisstjórn sem gæti staðist vantrauststillögur á alþingi myndi Kristján beita forsetavaldi sínu til að stofna [[utanþingsstjórn]]. [[Jóhannes Nordal]] Seðlabankastjóri féllst á að vera forsætisráðherra utanþingsstjórnarinnar og Kristján undirbjó tilkynningu um stofnun hennar. Ekkert varð þó úr stofnun þessarar stjórnar því Sjálfstæðismenn féllust á síðustu stundu á að styðja [[minnihlutastjórn]] Alþýðuflokksins undir forsæti [[Benedikt Gröndal (f. 1924)|Benedikts Gröndals]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=154}}</ref> Þessi stjórn entist aðeins í tæpa fjóra mánuði og því kom það aftur til tals árið 1980 að Kristján skyldi stofna utanþingsstjórn. Stjórnarkreppunni lauk loks án þess að stofna þyrfti utanþingsstjórn þegar Gunnari Thoroddsen, hinnhinum gamligamla keppinauturkeppinauti Kristjáns um forsetastólinn, tókst að mynda meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalagsins]] og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]].
 
Á nýársdag árið 1980 tilkynnti Kristján að hann hygðist ekki gefa kost á sér í fjórða sinn. Um þá ákvörðun sína sagði hann: „Enginn hefur gott af því að fara að komast á það stig að halda að hann sé ómissandi.“<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=Guðni Th. Jóhannesson|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=164}}</ref>