„Fyrri heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 138:
[[Austurríki-Ungverjaland]] leit á morðið á ríkiserfingjanum, Franz Ferdinand sem ógnun. Þar að auki óttuðust Austurríkis-Ungverjar að Serbar væru að reyna að ýta undir byltingu innan Austurríkis-Ungverjalands og vildu því taka á Serbum áður en til þess kæmi. Þeir gáfu Serbum úrslitakosti sem þeir vissu að væru of kröfuharðir, til þess að egna þá til stríðs. Serbar höfnuðu úrslitakostunum og í kjölfarið lýsti Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbíu, þann 28. júlí 1914.
 
[[Þýskaland]] hafði samið við Austurríki-Ungverjaland árið 1883, um samstöðu ef annað ríkið lenti í stríði. Þegar [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Franz Jósef]], keisari Austurríkis-Ungverjalands, bað Þýskaland um stuðning í stríðinu við Serbíu, hét [[Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari]], þýskalandskeisari, þeim skilyrðislausum stuðningi, án þess að spyrjast fyrir um markmið eða áætlanir þeirra. Að stríðinu loknu litu bandamenn svo á að þessi skilyrðislausi stuðningur hafi haft úrslitaþýðingu varðandi allsherjarstríð og kenndu því Þjóðverjum um upphaf stríðsins.
 
[[Tyrkjaveldi|Tyrkneska Ottomanveldið]] átti landamæri að Rússlandi í Kákasus og hafði misst landssvæði á þeim slóðum til Rússanna. Tyrkirnir gerðu því samning við Þjóðverja í ágúst 1914, um að berjast sameiginlega gegn Rússum, með það fyrir augum að vinna til baka af þeim landsvæði. [[Búlgaría|Búlgarar]] gengu til liðs við miðveldin í október 1915 þegar þeir lýstu stríði á hendur Serbíu. Búlgarar höfðu það að markmiði að vinna landsvæði af Serbum í stríðinu. Auk þessara ríkja börðust nýlendur Þýskalands í Afríku og Asíu með miðveldunum.