„Flateyjardalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ath, spjallið um skilgreininguna.
Merki: Afturkalla
Pollonos (spjall | framlög)
Uppfærð mynd
Lína 6:
 
Fallegt þykir á Flateyjardal á sumrin en þar er mikið vetrarríki og snjóþyngsli og samgöngur oft torveldar af þeim sökum. Um [[dalur (landslagsþáttur)|dalinn]] liggur nú jeppafær slóði yfir Flateyjardalsheiði, sem einungis er þó fær að sumri. Vegna erfiðra [[Samgöngur|samgangna]] fór dalurinn í [[Eyðibýli|eyði]] um miðja 20. öld en þar mátti finna allnokkur býli. Síðasti bærinn sem fór í eyði var [[Brettingsstaðir (Flateyjardal)|Brettingsstaðir]] neðri árið [[1953]]. Íbúðarhúsið á bænum stendur enn og er notað ásamt tveimur öðrum reisulegum húsum á dalnum, á Brettingsstöðum efri og Jökulsá, sem [[Sumarhús|sumarhús]].
[[Mynd:flateyjardalur 2018.jpg|thumb|300px|Á [[Flateyjardalur|Flateyjardal]]]]
[[Mynd:Flayreyjardalur séð til Flateyjardalsheiðar.jpg|thumb|Útsýni frá Flateyjardal til Flateyjardalsheiðar.]]
Sóknarkirkja Flateyjardals og [[Flatey á Skjálfanda|Flateyjar]], sem liggur á Skjálfandaflóa skammt undan landi, hafði verið í Flatey frá fornu fari en í jarðskjálfta árið [[1872]] laskaðist hún og þarfnaðist endurbyggingar. Þar sem kirkjugarðurinn í Flatey var útgrafinn og þörf á að flytja kirkjuna til var ákveðið að flytja hana í land var og að Brettingsstöðum, en á þessum tíma voru álíka margir íbúar í eynni og á Flateyjardal. Það tók þó sinn tíma og var kirkjan á Brettingsstöðum ekki vígð fyrr en [[1897]]. Smám saman fækkaði þó fólki í landi en eyjarskeggjum fjölgaði og eftir að dalurinn var allur farinn í eyði var kirkjan flutt aftur út í eyna. Þar var hún endurvígð [[17. júlí]] [[1960]] en nokkrum árum síðar fór Flatey einnig í eyði.