„Þrjátíu ára stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Zumalabe (spjall | framlög)
Lína 45:
 
== Lokakafli átakanna (1636-1648) ==
[[Mynd:La Bataille de Rocroi.jpg|thumb|right|Orrustan við Rocroi 1643]]
Með friðarsamningunum í Prag var staða sænska hersins, undir stjórn [[Johan Banér|Johans Banér]], orðin nokkuð vafasöm. Oxenstjerna tók því þá ákvörðun að kalla Frakka til stuðnings. Richelieu hafði enn miklar áhyggjur af styrk Habsborgara og átti frumkvæði að bandalagi milli Svía, Hollendinga og Frakka. Á móti sendi Spánn herlið inn í Frakkland og Þýskaland. Her Spánar var almennt talinn sá sterkasti í Evrópu á þeim tíma, enda stærsti atvinnuher sem til var. Í fyrstu náðu Spánverjar góðum árangri gegn óöguðum frönskum aðalsmönnum. Spænski herinn sótti inn í Frakkland og nálgaðist [[París]] en [[1638]] tókst [[Bernard af Saxe-Weimar]] að hrekja Spánverja burt og valda þeim þungum búsifjum í röð orrusta sem þó náðu ekki að gera út um stríðið.