„Marshalláætlunin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Útskýri Marshallaðstoðina á Íslandi. Tek út töflu sem virtist hafa ruglað saman krónum og dollurum.
Set inn samanburð á aðstoðinni og árlegum útgjöldum ríkisins þá. Ef ég er að setja þetta fram á misvísandi hátt skal setningin fjarlægð.
Lína 32:
Ísland varð aðili að Marshalláætluninni árið 1948. Stefnt var að nútímavæðingu landsins með [[Vatnsaflsvirkjun|vatnsaflsvirkjunum]] og vélvæðingu [[Landbúnaður|landbúnaðarins]].<ref name=":0" /> Marshallaðstoðin var í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. En keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. byggingu [[Sogsvirkjun]]ar, [[Laxárvirkjun]]ar, [[Áburðarverksmiðjan í Gufunesi|áburðarverksmiðju í Gufunesi]], steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju [[Álafoss]] svo fátt eitt sé nefnt.
 
Marshallaðstoðin færði Íslandi 29,3 milljónir Bandaríkjadala, þar af 24 milljónir í beinan styrk. Það samsvarar 37,7 milljörðum íslenskra króna á nútímaverðgildi ''(2018)'', eða 300.000 krónum á nútímaverðgildi ''(2018)'' fyrir hvern þálifandi Íslending.<ref>{{Vísindavefurinn|3411|Hversu há var Marshallaðstoðin sem Ísland fékk eftir seinni heimsstyrjöld?}}</ref> Marshallaðstoðin var á verðgildi þess tíma 630 milljónir króna, en árleg útgjöld ríkissjóðs voru 260 milljónir króna.<ref>[https://www.althingi.is/altext/69/s/pdf/0049.pdf Fjárlög 1950.]</ref>
 
Hertakan og Marshallaðstoðin höfðu gríðarmikil áhrif á efnahagslíf og innviði Íslands og spiluðu stóran þátt í því að landið hafi getað nútímavæðst á stuttum tíma.<ref name=":0" />