„Luigi Di Maio“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Eftir kosningasigur Fimmstjörnuhreyfingarinnar árið 2018 situr Di Maio sem atvinnuráðherra, ráðherra fjárhagsþróunar og varaforsætisráðherra í ríkisstjórn [[Giuseppe Conte]]. Ásamt [[Matteo Salvini]], formanni samstarfsflokksins [[Lega Nord]], er Di Maio talinn hinn eiginlegi valdsmaður stjórnarinnar.
 
Þann 30. september 2018 kynnti Di Maio fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar og lýsti því yfir að þau myndu „útrýma fátækt“ á Ítalíu.<ref>{{Vefheimild|titill=„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum|url=https://kjarninn.is/skyring/2018-09-30-fataektinni-utrymt-med-nyjum-fjarlogum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|mánuður=30. september|ár= 2018|mánuðurskoðað=1. október|árskoðað=2018|höfundur=Jónas Atli Gunnarsson}}</ref> [[Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins]] hafnaði hins vegar þessum fjárlögum þann 23. september með þeim röksemdum að fjárlögin færu á svig við viðmiðin sem sambandið setur aðildarríkjum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin skipaði aðildarríki að endurskoða fjárlagafrumvarp sitt.<ref>{{Vefheimild|titill=ESB gerir ítölsku stjórnina afturreka|url=http://www.ruv.is/frett/esb-gerir-itolsku-stjornina-afturreka|útgefandi=''[[RÚV]]''|mánuður=23. október|ár= 2018|mánuðurskoðað=23. október|árskoðað=2018}}</ref> Di Maio sagði viðbrögð Evrópusambandsins ekki koma á óvart því fjárlögin væru „fyrstu fjár­lög Ítal­íu sem hafi verið skrifuð í Róm, en ekki í Brus­sel.“<ref>{{Vefheimild|titill=ESB hafn­ar fjár­lög­um Ítala|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/10/23/esb_hafnar_fjarlogum_itala/|útgefandi=''[[mbl.is]]''|mánuður=23. október|ár= 2018|mánuðurskoðað=23. október|árskoðað=2018}}</ref> Ríkisstjórnin neyddist síðar til að gera breytingar á fjárlögunum og draga úr fjárhallanum til þess að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu Evrópusambandsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Ítalir lúffa í fjár­laga­deilu sinni við ESB|url=http://www.visir.is/g/2018181219480/italir-luffa-i-fjar-laga-deilu-sinni-vid-esb|útgefandi=''[[Vísir]]''|mánuður=12. desember|ár= 2018|mánuðurskoðað=12. desember|árskoðað=2018}}</ref>
 
==Tilvísanir==