„Navarra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun.
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Localización de Navarra.svg|thumb|right|Navarra.]]
'''Navarra''' ([[baskneska]]: ''Nafarroa'') er [[sjálfstjórnarhéraðSjálfstjórnarsvæði Spánar|sjálfstjórnarsvæði]] á Norður-[[Spánn|Spáni]], að mestu í og undir rótum [[Pýreneafjöll|Pýreneafjalla]]. Höfuðstaður þess er [[Pamplona]]. Hluti íbúanna er [[Baskaland|Baskar]].
 
Navarra var eitt sinn sjálfstætt konungsríki, [[Konungsríkið Navarra]], en er nú sjálfsstjórnarsvæði með eigið þing og stjórn, sem ber ábyrgð á heilbrigðismálum, atvinnumálum, menntun, félagsþjónustu, húsnæðismálum og fleiru eins og önnur spænsk sjálfsstjórnarhéruðsjálfsstjórnarsvæði. Það eru þó aðeins Navarra og Baskaland sem hafa yfirráð í skatta- og fjármálum sínum en verða þó að fylgja reglum sem spænska stjórnin setur.
 
Navarra skiptist í 272 sveitarfélög. Íbúatalan árið 2006 var 601.874 og þar af bjó um helmingur í Pamplona og nærliggjandi bæjum. Enginn annar stórbær er íá héraðinusvæðinu.
 
Þótt Navarra sé ekki ýkja stórt um sig - aðeins 2,2% af flatarmáli Spánar - má þar finna mikla fjölbreytni í landslagi, frá tindum og hlíðum Pýreneafjalla (hæsti tindurinn er Hiru Erregeen Mahaia, 2.428 m) í norðri til sléttanna við [[Ebro-fljót|Ebro]]-fljót í suðri. Þar er ræktað [[hveiti]], [[grænmeti]], [[vínviður]] og [[ólífutré]].
 
Navarra er leiðandi í nýtingu [[sjálfbær orka|sjálfbærrar orku]]. Árið 2004 var 61% rafmagnsnotkunar héraðsinssvæðisins framleitt á sjálfbæran hátt, ýmist með [[vindorka|vindmyllum]], litlum [[vatnsorka|vatnsorkuvirkjunum]] eða [[sólarorka|sólarorkuverum]]. Stefnt er á að 100% orkunvinnslunnar verði sjálfbær.
 
[[Spænska]] er opinbert tungumál Navarra og [[baskneska]] einnig í þeim sveitarfélögum þar sem baskneskumælandi íbúar eru í meirihluta en það er einkum í norðvesturhluta landsins.