„Lukku-Láki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Slubbislen (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 1617413 frá Slubbislen (spjall)
Merki: Afturkalla
Slubbislen (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 1617412 frá Slubbislen (spjall)
Merki: Afturkalla
Lína 1:
[[File:Charleroi - Parc (station de métro) - Lucky Luke - l'homme qui tire plus vite que son ombre - céramique - 01.jpg|thumb|right|Veggmynd af Lukku-Láka í neðanjarðarlestastöðinni Parc í Charleroi í Belgíu.]]
'''Lukku-Láki''' (franska: Lucky Luke) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum Lukku-Láka, kúreka sem er fljótari en skugginn að skjóta, í Villta Vestrinu. Persónan er sköpunarverk belgíska teiknarans [[Morris]] (Maurice de Bevere) og birtist fyrsta ævintýrið í [[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]] (franska: Spirou) þann 107. októberdesember 1946 [[https://alex002braun.wixsite.com/archives-spirou/f443f]]. Frá og með árinu 1955 voru handrit að sögunum um Lukku-Láka samin af franska myndasöguhöfundinum [[René Goscinny]] og í samstarfi þeirra Morris og Goscinny náðu bækurnar miklum vinsældum. Eru þær nú meðal mest seldu teiknimyndasagna Evrópu og hafa verið þýddar á hartnær 30 tungumál, þar á meðal [[enska|ensku]], [[arabíska|arabísku]], [[þýska|þýsku]], [[danska|dönsku]], [[gríska|grísku]], [[hebreska|hebresku]], [[tyrkneska|tyrknensku]] og [[ítalska|ítölsku]]. Á árunum 1977 til 1983 komu fjölmargar Lukku-Láka bækur út á íslensku á vegum [[Fjölvi|Fjölvaútgáfunnar]]. Íslensk útgáfa Lukku-Láka hófst á ný árið 2016 á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]].
 
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa um í [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]], um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í bókunum um Lukku-Láka sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ímyndir úr samtímasögu vesturlanda þegar bækurnar voru gerðar.