„Wernher von Braun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 29:
 
===Störf fyrir nasista===
[[Versalasamningurinn]] hafði bannað Þjóðverjum að smíða stórar fallbyssur en minntist ekki á eldflaugavopn.<ref name=heimilistími/> Því jókst verulega áhugi hermannaÞjóðverja á þróun eldflauga í hernaðarskyni á fjórða áratuginum. Braun fékk vinnu við að þróa skotflaugar hjá þýska hernum árið 1932 og tók doktorspróf í eldflaugaverkfræði árið 1934, aðeins 22 ára gamall.<ref name=vísindavefur/> Starfsemi eldflaugaverkfræðinganna var flutt á eldflaugastöð við [[Peenemünde]]-nes við [[Eystrasalt]] árið 1936.<ref name=fálkinn/> Braun varð leiðtogi eldflaugaliðsins sem þróaði [[V-2 flugskeyti]]n fyrir her [[Nasismi|nasista]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]].<ref name=vísindavefur/> Þegar nasistar fóru að skjóta V-2-eldflaugunum að London á Braun að hafa sagt: „Það er galli á þessari rakettu. Hún lendir á skakkri plánetu.“<ref name=fálkinn/>
 
Starf Brauns fyrir nasistastjórnina varð síðar mjög umdeilt. Hann hafði verið heiðursfélagi í [[SS-sveitirnar|SS-sveitunum]] og vissi vel að það voru fangar úr þrælkunarbúðum nasista sem unnu baki brotnu við gerð eldflauganna sem hann hannaði. Aftur á móti var kalt á milli Brauns og [[Heinrich Himmler|Heinrichs Himmler]], leiðtoga SS-sveitanna, þar sem Himmler þótti Braun hafa of mikinn áhuga á friðsamlegri nýtingu eldflaugatækninnar að stríði loknu.<ref name=vísindavefur/> Braun réttlætti síðar hlutverk sitt í vopnaþróun nasista með þeirri röksemd að vísindarannsóknir væru „handan alls siðferðis“.<ref name=vísindavefur/>