„Jamal Khashoggi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Persóna | nafn = Jamal Khashoggi<br>جمال أحمد خاشقجي‎ | búseta = | mynd = Jamal Khashoggi in March 2018 (cropped).jpg | myndastærð...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
Khashoggi hafði í pistlum sínum (sér í lagi í blaðinu ''[[The Washington Post]]'') mælt með því að sádi-arabísk yfirvöld hefðu hemil á harðlínumönnum sem vilja stjórna ríkinu í samræmi við strangan [[Wahhabismi|wahhabisma]]<ref name="cnnkhashoggi">{{Vefheimild |titill=Jamal Khashoggi was a journalist, not a jihadist |url=https://edition.cnn.com/2018/10/22/opinions/khashoggi-was-journalist-not-jihadist-bergen/index.html |útgefandi=CNN |tungumál=[[enska]]|mánuður=22. október|ár=2018|mánuðurskoðað=26. nóvember|árskoðað=2018}}</ref> og hafði kallað á eftir því að Sádar reyndu að „samræma [[Veraldarhyggja|veraldarhyggju]] og [[íslam]], líkt og gert hefur verið í Tyrklandi“.<ref name="cnnkhashoggi"/> Khashoggi hafði á yngri árum átt í tengslum við [[Bræðralag múslima]] og hafði í seinni tíð lýst yfir þeirri skoðun sinni að ekki væri hægt að koma á lýðræði í arabaríkjum án þess að viðurkenna að [[Íslamismi|íslömsk stjórnmálastefna]] væri hluti af þeim.<ref name="ftimes">{{Vefheimild |titill=Jamal Khashoggi, journalist who spoke truth to power, 1958–2018 |url=https://www.ft.com/content/425833b0-d445-11e8-a854-33d6f82e62f8 |útgefandi=Financial Times |mánuður=20. október|ár=2018|tungumál=[[enska]]}}</ref> Khashoggi komst í kynni við [[Osama bin Laden]] á árum bin Ladens í [[Stríð Sovétmanna í Afganistan|stríðinu í Afganistan]] og tók nokkur viðtöl við hann.<ref name="laden">{{Vefheimild |titill=Missing Saudi journalist Jamal Khashoggi's ties to Osama bin Laden explained |url=https://globalnews.ca/news/4545784/jamal-khashoggi-osama-bin-laden/ |útgefandi=Global News |mánuður=13. október|ár=2018|tungumál=[[enska]]|mánuðurskoðað=26. nóvember|árskoðað=2018}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Last bastion: Saudi Arabia's silent battle to halt history |url=http://www.spiegel.de/international/world/last-bastion-saudi-arabia-s-silent-battle-to-halt-history-a-768368.html |mánuðurskoðað=26.nóvember|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Der Spiegel]]'' |mánuður=14. júní|ár=2011 |author=Susanne Koelbl|staður=Ríad|tungumál=[[enska]]}}</ref>
 
Khashoggi flúði frá Sádi-Arabíu í september árið 2017 og fór í sjálfskipaða útlegð. Hann sagði að sádi-arabíska ríkisstjórnin hefði gert [[Twitter]]-aðgang hans upptækan og hóf í auknum mæli að skrifa greinar þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld Sádi-Arabíu. Khashoggi var sér í lagi mjög gagnrýninn í garð sádi-arabíska krónprinsins [[Mohammad bin Salman|Múhameðs bin Salman]] og föður hans, [[Salman bin Abdul Aziz al-Saud|Salmans konungs]]. Khashoggi var samþykkur sumum umbótum krónprinsins, eins og þeirri að veita konum ökuréttindi, en mótmælti öðrum aðgerðum, sér í lagi handtöku stjórnvalda á mótmælendum og aðgerðasinnum eins og kvenréttindakonunni [[Loujain al-Hathloul]]. Hann gagnrýndi einnig hernaðarinngrip Sáda í [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015 – )|borgarastyrjöldina í Jemen]]. Í apríl 2018 sagði Khashoggi um krónprinsinn: „Það er rétt hjá krónprinsinum að frelsa Sádi-Arabíu undan íhaldssömu trúarofstæki en rangt hjá honum að breiða út nýja tegund af ofstæki sem er, þótt hún sé kannski frjálslyndari og boðlegri í augum vestuveldannavesturheims, er ekkert síður óumburðarlynd gagnvart hvers kyns andófi.“<ref>{{Vefheimild |titill=By blaming 1979 for Saudi Arabia’s problems, the crown prince is peddling revisionist history |url=https://www.washingtonpost.com/news/global-opinions/wp/2018/04/03/by-blaming-1979-for-saudi-arabias-problems-the-crown-prince-is-peddling-revisionist-history/?utm_term=.08392bc3fbe9 |útgefandi=The Washington Post |höfundur=Jamal Khashoggi|mánuður=3. apríl|ár=2018|mánuðurskoðað=26. nóvember|árskoðað=2018|tungumál=[[enska]]}}</ref>
 
Khashoggi gekk inn í sádi-arabísku ræðismannsbygginguna í Istanbúl þann 2. október árið 2018 en kom aldrei aftur út. Eftir að fréttir bárust um að hann hefði verið myrtur og skorinn í búta þar inni hófu tyrkneskir og sádi-arabískir embættismenn rannsókn á ræðismannsbyggingunni þann 15. október. Í fyrstu neituðu stjórnvöld Sáda því að Khashoggi hefði dáið inni í byggingunni og héldu því fram að hann hefði yfirgefið ræðismannsskrifstofuna á lífi. Þann 20. október viðurkenndu stjórnvöldin að Khashoggi hefði verið drepinn inni í byggingunni en héldu því fram að hann hefði verið kyrktur til bana eftir að slagsmál brutust út. Sádar breyttu framburði sínum aftur þann 25. október þegar ríkissaksóknari Sádi-Arabíu lýsti því yfir að morðið hefði verið skipulagt fyrirfram.<ref>{{Vefheimild|titill=Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði|url=http://www.visir.is/g/2018181029315|útgefandi=''[[Vísir]]''|ár=2018|mánuður=25. október|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=31. október}}</ref>