„Rögnvaldur Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stillbusy (spjall | framlög)
lagað tímaritsslóðirnar (tvær voru óvirkar), bætt við dagsetningum og blaðsíðum greina; tenglum breytt í tilvísanir
m Set inn mynd af Húsavíkurkirkju
Lína 1:
[[Mynd:HusavikChurch.jpg|thumb|Rögnvaldur hannaði meðal annars [[Húsavíkurkirkja|Húsavíkurkirkju]]]]
'''Rögnvaldur Ólafsson''' ([[5. desember]] [[1874]] – [[14. febrúar]] [[1917]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[arkitekt]] og [[húsameistari|húsameistari ''(arkitekt)'']]. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem nam [[byggingarlist]] og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.
 
Rögnvaldur fæddist á [[Ytrihús]]um í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]]. Faðir hans var Ólafur bóndi Sachariasson og móðir hans Veronika Jónsdóttir. Rögnvaldur byrjaði nám nokkuð gamall. Hann lærði undir skóla hjá [[Þorvaldur Jónsson|Þorvaldi Jónssyni]] prófasti á [[Ísafjörður|Ísafirði]]. Hann stundaði svo nám við [[MR|Latínuskólann í Reykjavík]]. Þar hóf hann nám árið [[1894]] og var efstur námsmanna við útskrift árið [[1900]] og útskrifaðist sem utanskólasveinn. Fjórum árum síðar sigldi hann til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til að nema húsgerðalist og fékk til náms nokkurn stuðning af landsfé. Lagði hann sig þar um hríð af miklu kappi eftir því námi, en sem nokkuð leið, tók hann að kenna heilsubilunar, sem síðar átti eftir að draga hann til dauða. Ágerðist sjúkleiki hans svo mjög, að hann hélt aftur til Íslands árið [[1904]]. Starfaði hann þar til hann lést á Vífilsstaðaspítala.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=97885&pageId=1200578&lang ''Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari''] (minningargrein), Morgunblaðið, 16. febrúar 1917, bls. 1-2</ref>