Munur á milli breytinga „Andorra“

502 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
viðbót, skipti í undirkafla...
(viðbót, skipti í undirkafla...)
'''Andorra''' ([[katalónska]]: ''Principat d'Andorra'')er [[landlukt]] [[furstadæmi]] í austurhluta [[Pýreneafjöll|Pýreneafjalla]], milli [[Frakkland]]s og [[Spánn|Spánar]]. Höfuðborgin heitir [[Andorra la Vella]] og sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð. Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu.
 
==Söguágrip==
Furstadæmið var stofnað árið 1278 til að sætta átök milli biskupsins af [[Urgell]] (sýsla í Katalóníu) og greifans af [[Foix]] (sýsla í suður-Frakklandi). Áður hafði það verið undir stjórn [[Konungsríkið Aragónía|konungsríkisins Aragóníu]]. [[Hinrik 4. Frakkakonungur]] réð yfir svæðinu í byrjun 17. aldar og gerði konung Frakka og biskupinn af Urgell að þjóðhöfðingjum Andorra (sem gildir enn í dag en þjóðhöfðingi [[Frakkland]]s er nú [[Frakklandsforseti]]. ). Andorra hlaut sjálfstæði frá Frökkum árið 1814 eftir [[Napóleonsstyrjaldirnar]]. Árið 1982 var stofnað þing í landinu og embætti forsætisráðherra.
 
==Samfélag==
Meðal íbúa Andorra mæla flestir katalónsku (39%) og næstflestir spænsku (35%). Þvínæst kona portúgalska (15%) og franska (5%). Aðeins þriðjungur landsmanna eru andorrískir að uppruna. Í grunnskólakerfinu er kennt á 3 tungumálum; katalónsku, spænsku og frönsku.
 
Andorra er vinsæll ferðamannastaður sem fær yfir 10 milljónir ferðamanna árlega. Þar eru vinsæl skíðasvæði. Landið er auk þess [[skattaskjól]]. Það er ekki í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] en [[evra]] er engu að síður notuð sem ''de facto'' gjaldmiðill. Lífslíkur í Andorra voru þær mestu í heimi árið 2013, 81 ár.
 
[[Mynd:Grandvalira ski resort, Andorra5.jpg|thumb|Skíðasvæði í Andorra.]]
== Landafræði ==
[[Mynd:Grandvalira ski resort, Andorra5.jpg|thumb|Skíðasvæði í Andorra.]]
Andorra skiptist í sjö [[kirkjusókn]]ir:
* [[Andorra la Vella]]
#Canillo
#Arinsal
 
Hvorki flugvellir né lestarsamgöngur eru í landinu og fara íbúar helst til [[Toulouse]] og [[Barcelona]] í flug. Þó eru þyrlupallar. Vegakerfið er 279 kílómetrar að lengd.
 
{{commons|Andorra|Andorra}}