Munur á milli breytinga „Turnugla“

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: {{Taxobox | name = Tyto alba | image = thumb|Tyto alba (Scopoli, 1769) | status = lc | regnum = Dýraríki (''Animalia'') | divisio = Seil...)
 
== Útlit og sérkenni ==
 
Stuttar og stífar fjaðrir mynda hjartalaga andlit sem gefur turnuglunni blíðlegt útlit og er hennar sérkenni. Litur fjaðra er brúnn og gylltur að ofan en bringan ljós. Augun eru gökkdökk og fætur hvítir og fiðraðir með beittum klóm sem henta vel til veiða. Meðalstærð fuglsins er um 25 cm að lengd og vænghaf er allt að 127 cm og er kvendýrið er stærra og dekkra en karldýrið. Ávalir og mjúkdúna vængir og stuttur hali stuðla að uppbyggilegum og hljóðlausum flugstíl sem hentar vel til næturveiðanna. Erfitt er að segja til um líftíma en talið er að lífslíkur séu tvö ár.<ref name=":0">https://animaldiversity.org/accounts/Tyto_alba/</ref> Næm sjón og vítt sjónsvið gerir henni kleift að ákvarða fjarlægðir í veiðiferðum, augun geta ekki sameinað eina mynd en hún getur þó horft fram fyrir sig ef hallað er undir flatt.<ref>https://www1.mms.is/fuglar/frodleikur.php?id=28</ref> Snúningur höfuðsins er fyrirhafnarlítill sem kemur henni að gagni því eins og allir fuglar hefur hún ekki augnknött og eru augun því óhreyfanleg í augntóftunum.<ref>https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3169</ref> Augun eru einnig vel til náttveiðanna fallin, smágerðir og fiðraðir hringir umhverfis þau beina hljóðum að eyrum uglunnar.<ref name=":1">https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558098</ref> Fuglinn gefur frá sér hljóð sem minna á flaut, hvæs og hrotur og getur því reynst erfitt að vita af honum þar sem hljóðið er frábrugðið því sem einkennir uglu almennt.<ref name=":0" />
[[Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|link=https://is.wikipedia.org/wiki/Mynd:Barn_Owl_RWD1.jpg|alt=|vinstri|frameless]]
 
5

breytingar